Agla María best í fimmtándu umferð

Agla María Albertsdóttir skorar fyrsta mark Breiðabliks í sigrinum örugga …
Agla María Albertsdóttir skorar fyrsta mark Breiðabliks í sigrinum örugga á Selfossi. mbl.is/Árni Sæberg

Agla María Albertsdóttir, kantmaður Breiðabliks, var besti leikmaðurinn í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta, að mati Morgunblaðsins.

Agla María fékk tvö M fyrir frammistöðu sína með Breiðabliki í fyrrakvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Selfyssingum, 4:0. Hún skoraði fyrsta mark liðsins og lagði upp það þriðja og var í aðalhlutverki í sóknarleik Kópavogsliðsins, sem átti 28 markskot í leiknum.

Agla María er 24 ára í dag, 5. ágúst, og fær því afmæliskveðjur í leiðinni. Hún er uppalin í Breiðabliki og lék þar til 2015 en skipti þá yfir í Val á miðju sumri og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með Hlíðarendaliðinu, átta leiki, þar sem hún skoraði tvö mörk.

Nánari umfjöllun um afmælisbarnið og lið umferðarinnar má nálgast í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka