Aldrei fleiri mætt á úrslitaleikinn

Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki og Sigdís Eva Bárðardóttir hjá …
Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki og Sigdís Eva Bárðardóttir hjá Víkingi í baráttunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls lagði 2.531 stuðningsmaður leið sína á Laugardalsvöllinn í kvöld að horfa á leik Víkings úr Reykjavík og Breiðabliks í úrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta.

Er það nýtt met í bikarúrslitum í kvennaflokki, en 2.435 stuðningsmenn mættu á leik Stjörnunnar og Selfoss árið 2015.

Víkingur er í bikarúrslitum í fyrsta skipti, á meðan Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka