ÍBV styrkir sig fyrir botnslaginn

Todor Hristov, þjálfari ÍBV.
Todor Hristov, þjálfari ÍBV. mbl.is/Kristín Hallgrímsdóttir

Bandaríski miðjumaðurinn Telusila Vunipola er gengin til liðs við ÍBV í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Telusila er fædd árið 2000 og útskrifaðist frá Syracuse háskólanum árið 2022 þar sem hún spilaði í háskólaboltanum með skólaliðinu. Þar spilaði hún meðal annars með Meghan Root sem er nú með Aftureldingu í næst efstu deild.

Hún fékk leikheimild í dag en ÍBV mætir Keflavík í botnslag á Hásteinsvelli í kvöld. ÍBV er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 9. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert