Stjarnan lagði Blika í sex marka leik

Hulda Hrund Arnarsdóttir og Taylor Ziemer eigast við í kvöld.
Hulda Hrund Arnarsdóttir og Taylor Ziemer eigast við í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stjarn­an vann Breiðablik, 4:2, í 16. um­ferð Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í kvöld. Fyr­ir leik­inn gat Breiðablik með sigri end­ur­heimt efsta sætið af Val.

Leik­ur­inn byrjaði vel og skipt­ust liðin á að sækja horn­spyrn­ur ásamt því að koma sér í ágæt færi. Stjarn­an var þó held­ur lík­legri til að ná for­ystu. Það raun­gerðist þegar Hulda Hrund Arn­ars­dótt­ir skoraði fyr­ir Stjörn­una á 23. mín­útu leiks­ins eft­ir að Telmu Ívars­dótt­ur mistókst að grípa fyr­ir­gjöf Örnu Dís Arnþórs­dótt­ur.

Eft­ir þetta róaðist leik­ur­inn mjög mikið og lítið markvert gerðist allt þangað til á 45 mín­útu þegar Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir skoraði annað mark Stjörnu­kvenna, með skalla eft­ir auka­spyrnu frá Sæ­dísi Rún Heiðars­dótt­ur.

Staðan í hálfleik var því 2:0 fyr­ir heima­kon­ur í Stjörn­unni.

Síðari hálfleik­ur hófst á svipuðum nót­um og sá fyrri endaði. Leik­ur­inn var ró­leg­ur fyrstu mín­út­urn­ar. Á 56. mín­útu fékk Sæ­dís Rún fínt færi fyr­ir utan teig en Telma varði vel í marki Breiðabliks.

Á 60. mín­útu kom flott send­ing yfir vörn Breiðabliks þar sem Jasmín Erla Inga­dótt­ir mætti og skallaði bolt­ann í netið. Staðan því 3:0 fyr­ir Stjörn­una.

Næstu mín­út­ur voru ansi viðburðalitl­ar og skipt­ust liðin á að halda bolt­an­um og skapa sér hálf­færi. Stjarn­an var samt alltaf skrefi á und­an.

Á 78. mín­útu minnkaði Breiðablik mun­inn í 3:1. Agla María Al­berts­dótti fékk send­ingu sem hún skallaði yfir til Andr­eu Rut Bjarna­dótt­ur sem síðan skoraði með föstu skoti.

Á 89. mín­útu skoraði Agla María eft­ir fal­lega fyr­ir­gjöf frá Birtu Georgs­dótt­ur. Eft­ir þetta sóttu Blika­kon­ur stíft og reyndu að jafna leik­inn.

Við það opnaðist vörn Breiðabliks upp á gátt og það nýttu Stjörnu­kon­ur sér þegar þær brunuðu upp í skynd­isókn þar sem Andrea Mist Páls­dótt­ir skoraði. Staðan orðin 4:2, sem urðu loka­töl­ur leiks­ins.

Stjarn­an 4:2 Breiðablik opna loka
skorar Hulda Hrund Arnardóttir (23. mín.)
skorar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (45. mín.)
skorar Jasmín Erla Inga­dótt­ir (60. mín.)
skorar Andrea Mist Pálsdóttir (90. mín.)
Mörk
skorar Andrea Rut Bjarnadóttir (78. mín.)
skorar Agla María Albertsdóttir (89. mín.)
mín.
90 MARK! Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan) skorar
4:2
90 Breiðablik fær hornspyrnu
89 MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) skorar
3:2. Birta gefur boltann fyrir þar sem Agla María mætir og skorar.
89 Breiðablik fær hornspyrnu
82 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
82 Valgerður Ósk Valsdóttir (Breiðablik) fer af velli
79 Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan) kemur inn á
79 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan) fer af velli
79 Gyða Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir (Stjarnan) kemur inn á
79 Betsy Hassett (Stjarnan) fer af velli
78 MARK! Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) skorar
3:1 Breiðablik minnkar hér muninn. Varamaðurinn Andrea Rut skorar fyrsta mark Blika hér í kvöld.
77 Valgerður Ósk Valsdóttir (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
75 Breiðablik fær hornspyrnu
66 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Skalli framhjá.
65
Stjörnukonur eru talsvert líklegri til að bæta við hér í Garðabænum. Það er lítið að frétta hjá blikum og furðuleg sjón að sjá hér.
63
Rétt áður en þriðja mark Stjörnunnar kom þá brunaði Agla María upp hægri kantinn og gaf boltann fyrir. Þar hefur boltinn viðkomu í Stjörnukonu áður en Erin náði til boltans. Einhverjir áhorfendur vildu fá vítaspyrnu sem ég tel ekki vera.
61 Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) kemur inn á
61 Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) fer af velli
61 Linli Tu (Breiðablik) kemur inn á
61 Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) fer af velli
60 MARK! Jasmín Erla Inga­dótt­ir (Stjarnan) skorar
3:0. Sædís gefur háan bolta fyir vörn Breiðabliks og þar mætir Jasmín og skallar boltann í netið.
56 Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan) á skot sem er varið
Ágætt skot fyrir utan teig.
55
Fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks búnar og það hefur nákvæmlega ekkert gerst sem markvert er að skrifa um. Við fylgjumst samt að sjálfsögðu áfram með leiknum.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
45 MARK! Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan) skorar
2:0
37
Það var smá fjör í leiknum fyrstu 20 mínúturnar. Síðan kom mark og eftir það hefur lítið sem ekkert gerst. Mjög rólegt hér í Garðabænum.
36 Breiðablik fær hornspyrnu
23 MARK! Hulda Hrund Arnardóttir (Stjarnan) skorar
1:0. Þetta lá í loftinu. Stjörnukonur komnar með verðskuldaða forystu.
19 Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Blikar í sínu fyrsta færi í leiknum. Boltinn kemur fyrir mark Stjörnunnar í skyndisókn þar sem Katrín reynir að setja tána í boltann en Erin ver vel.
17 Stjarnan fær hornspyrnu
15 Hulda Hrund Arnardóttir (Stjarnan) á skot yfir
Mjög fínt færi sem Hulda skýtur talsvert yfir. Þarna gat hún gert miklu betur.
14
Stjarnan líklegri hér í upphafi leiks. Fengu annað fínt færi þar sem þær léku boltanum í vítateig Breiðabliks. Boltinn endaði framhjá.
11
Jasmín Erla í flottu færi. Brunar upp hægri kantinn og kemur sér í ágætis skotfæri. Hún hinsvegar tekur skotið sem endar í innkasti fyrir Breiðablik. Besta tækifærið hingað til.
10 Stjarnan fær hornspyrnu
7 Stjarnan fær hornspyrnu
6 Breiðablik fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það er Breiðablik sem byrjar með boltann.
0
Liðin ganga inn á völlinn og heilsa áhorfendum. Leikurinn hefst innan skamms. Góða skemmtun.
0
Stjarnan er í sjötta sæti með 20 stig. Breiðablik er í öðru sæti með 33 stig og getur með sigri endurheimt toppsæti deildarinnar.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Stjarnan: (4-4-2) Mark: Erin Katrina McLeod. Vörn: Arna Dís Arnþórs­dótt­ir, Anna María Bald­urs­dótt­ir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir. Miðja: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Andrea Mist Pálsdóttir 79), Heiða Ragney Viðars­dótt­ir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Betsy Hassett (Gyða Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir 79). Sókn: Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Hulda Hrund Arnardóttir.
Varamenn: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (M), Sóley Guðmundsdóttir, Eyrún Embla Hjartardóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, María Sól Jakobsdóttir, Gyða Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Telma Ívarsdóttir. Vörn: Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Elín Helena Karlsdóttir, Valgerður Ósk Valsdóttir (Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir 82), Vigdís Lilja Kristjánsdóttir. Miðja: Taylor Ziemer, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Clara Sigurðardóttir (Andrea Rut Bjarnadóttir 61). Sókn: Birta Georgsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir (Linli Tu 61), Agla María Albertsdóttir.
Varamenn: Halla Margrét Hinriksdóttir (M), Andrea Rut Bjarnadóttir, Sara Svanhildur Jóhannsdóttir, Linli Tu, Líf Joostdóttir van Bemmel, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, Olga Ingibjörg Einarsdóttir.

Skot: Breiðablik 4 (3) - Stjarnan 7 (5)
Horn: Breiðablik 5 - Stjarnan 3.

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson
Völlur: Samsungvöllurinn
Áhorfendafjöldi: 253

Leikur hefst
16. ágú. 2023 18:00

Aðstæður:

Dómari: Bergrós Lilja Unudóttir
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert