Blikar mættu alltof seint í Víkina

Blikarnir í Víkinni.
Blikarnir í Víkinni. mbl.is/Óttar

Breiðablik mætti 26 mínútum fyrir leik í Víkina fyrir leik liðsins gegn Vík­ingi úr Reykja­vík í Bestu deild karla í knatt­spyrnu. 

Blikar mættu á Víkingsvöllinn klukkan 18:49 en leikurinn hefst klukkan 19:15. Hituðu Blikar upp á sínum velli frekar en Víkingsvellinum, sem er ekki vaninn. Fóru þeir þá ekki til búningskelfa heldur beint út á völl.

Skýrsla Blikaliðsins mætti einnig seint en vaninn er að skýrslur liðanna mæti klukkutíma fyrir leik. 

Breiðablik fór þess á leit við KSÍ í síðustu viku að fresta leikn­um til þess að minnka álag Kópa­vogsliðsins sem lék erfiðan leik við Str­uga í Norður-Makedón­íu í und­an­keppni Sam­bands­deild­ar UEFA á fimmtu­dag og fær liðið í heim­sókn á Laug­ar­dalsvöll næst­kom­andi fimmtu­dag.

Beiðni Breiðabliks var hafnað og lagði knatt­spyrnu­deild fé­lags­ins fram aðra beiðni í gær en sam­kvæmt Fót­bolta.net var henni sömu­leiðis hafnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert