Set ekki fótinn á bremsuna

Bryndís Arna Níelsdóttir er markahæst í efstu deild kvenna.
Bryndís Arna Níelsdóttir er markahæst í efstu deild kvenna. mbl.is/Kristinn Steinn

„Ég ætla ekkert að setja fótinn á bremsuna því það er nóg eftir en ég verð bara að sjá til hvernig fer,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir sem skoraði fyrir á 50. mínútu og var tekinn útaf tveimur mínútum síðar en er engu markahæst í deildinni.

„Ég hef átt í smá brasi með ökklann á mér svo skynsemin var tekin á þetta svo ég verði góð fyrir næsta leik, ætlunin var að fara útaf en það var flott að ná inn marki áður,“  bætti Bryndís Arna við og segir krafturinn í varamönnum hafi skilað sér.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn hjá okkur ekki alveg nógu góður, við vorum ekki alveg hundrað prósent í öllu sem við gerðum og mér fannst við detta aðeins niður við markið okkar.   Mér fannst við samt betra liðið í leiknum þó við höfum aðeins dottið niður í fyrri hálfleik en við tókum völdin í þeim seinni.  Held að við höfum átt aðeins meira inni og höfum reynslu enda eru gæðaleikmenn á bekknum, sem eru tilbúnir að koma inn og gerðu sitt vel svo það er hrós á alla í liðinu.  Mér list vel á næstu keppni.  Við erum með forskot, ætlum að gera það sem gerum og vinna þetta.  Það er alltaf markmiðið og það gerum við.“

Það má skipta um skoðun

Sandra Sigurðardóttir stóð á milli stanganna hjá Val allan leikinn og er komin aftur í fótboltann, mörgum til ánægju.  „Ég er komin aftur, viðurkenni alveg að það hafi verið erfitt að horfa bara á leikina því þó ég hafi tekið þessa erfiðu ákvörðun þá stóð ég með henni en það má skipta á skoðun, eins og ég gerði,“ sagði Sandra eftir leikinn og hlakkar til framhaldsins.

„Við vorum í smá ströggli, sérstaklega í fyrri hálfleik því við byrjuðum vel en hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn, við kláruðum þetta samt faglega í seinni hálfleik.  Ég er spennt fyrir framhaldinu, þessari úrslitakeppni og Evrópuleikjum, svo það er ótrúlega mikið spennandi framundan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert