Knattspyrnudeild Breiðabliks og þjálfarinn Ásmundur Arnarsson hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna.
Í tilkynningu félagsins kemur fram að árangur liðsins hafi verið undir væntingum og því sé breytinga þörf, en Breiðablik hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum í Bestu deildinni, auk þess sem liðið tapaði óvænt fyrir Víkingi úr Reykjavík í bikarúrslitum á dögunum.
Ásmundur hefur þjálfað Breiðablik frá árinu 2021, stýrt liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og farið tvisvar í bikarúrslit. Liðið varð hins vegar hvorki orðið Íslands- né bikarmeistari undir stjórn Ásmundar.
„Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ásmundi kærlega fyrir hans störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í næstu verkefnum,“ segir m.a. í tilkynningu félagsins.