Níu leikmenn úr efstu deild í bann

Ragnar Bragi Sveinsson er kominn með sjö gul spjöld á …
Ragnar Bragi Sveinsson er kominn með sjö gul spjöld á leiktíðinni. mbl.is/Óttar Geirsson

Alls voru níu leikmenn úr efstu deildum karla og kvenna úrskurðaðir í bann þegar aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag. Fram er eina liðið sem missir tvo leikmenn í bann.

Adam Örn Arnarson og Tryggvi Snær Geirsson missa af næsta leik Fram gegn Víkingi úr Reykjavík vegna uppsafnaðra áminninga.

Björn Daníel Sverrisson úr FH, Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, Oliver Heiðarsson ÍBV, Sveinn Margeir Hauksson hjá KA og Frans Elvarsson úr Keflavík eru einnig komnir í eins leiks bann fyrir fjölda áminninga.

Sveinn Margeir Hauksson úr KA er kominn í bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Stjörnunni og Aron Snær Friðriksson markvörður KR fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Fylki.

Aðeins einn leikmaður úr Bestu deild kvenna er kominn í bann, en Hulda Björg Hannesdóttir missir af næsta leik Þórs/KA vegna fjögurra gulra spjalda á leiktíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert