Albert þekkir reglurnar

Åge Hareide og Albert Guðmundsson eftir landsleikinn gegn Portúgal í …
Åge Hareide og Albert Guðmundsson eftir landsleikinn gegn Portúgal í júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er ekki í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins sem mætir Bosníu og Lúxemborg í J-riðli undankeppni EM í næsta mánuði.

Ísland mætir Lúxemborg þann 8. september í Lúxemborg og svo Bosníu þremur dögum síðar á Laugardalsvelli.

Albert var kærður fyrir kynferðisbrot í síðustu viku og mun ekki spila með landsliðinu á meðan mál hans er til rannsóknar.

Þetta er lögreglumál

„Albert þekkir reglur sambandsins og mál hans er ekki í mínum höndum,“ sagði Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, á fjarfundi með blaðamönnum í dag þegar landsliðshópurinn var tilkynntur.

„Það er ekki mitt að svara fyrir þetta en menn eiga að reyna að komast hjá því að koma sér í svona aðstæður. Þetta er lögreglumál og við megum ekki láta þetta hafa nein áhrif á okkur.

Það er mitt að nýta þá leikmenn sem eru til taks hverju sinni og reyna komast í úrslit,“ sagði landsliðsþjálfarinn meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert