Íslandsmeistari á von á barni í febrúar

Elísa Viðarsdóttir er barnshafandi.
Elísa Viðarsdóttir er barnshafandi. mbl.is/Árni Sæberg

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu og leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, er barnshafandi.

Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlinum Instagram en Elísa, sem er 32 ára gömul, á fyrir eina dóttur með sambýlismanni sínum Rasmusi Christiansen.

Elísa á von á sér í febrúar á næsta ári en hún er nú stödd í Albaníu með Valsliðinu þar sem liðið mætir Vllaznia í úrslitum 1. umferðar Meistaradeildarinnar á laugardaignn.

Elísa hefur verið fyrirliði Vals undanfarin ár en hún að baki 160 leiki í efstu deild með Val og ÍBV þar sem hún hefur skorað sjö mörk. Þá á hún að baki 54 A-landsleiki.

Elísa er þriðja landsliðskonan á stuttum tíma sem greinir frá því að hún sé barnshafandi en þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eiga einnig von á sér á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert