Sandra aftur í landsliðið

Sandra Sigurðardóttir er komin aftur í landsliðshópinn.
Sandra Sigurðardóttir er komin aftur í landsliðshópinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta tilkynnti í dag 23 manna hóp fyrir leikina gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeild UEFA sem fram fara 22. og 26. september.

Þar vekur mesta athygli að Sandra Sigurðardóttir er komin í hópinn á ný. Hún lagði hanskana á hilluna í febrúar, tók þá aftur fram til að spila með Grindavík í júlí og er síðan búin að leika einn leik með Val í Bestu deildinni.

Fanney Inga Birkisdóttir, 18 ára, sem hefur verið aðalmarkvörður Vals í ár, er líka í landsliðinu og er valin í A-liðið í fyrsta skipti.

Þá er Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni, fyrirliði U19 ára landsliðsins, í hópnum í fyrsta sinn.

Breytingarnar frá landsleikjunum í júlí eru alls sex en auk Söndru, Fanneyjar og Sædísar koma Sandra María Jessen, Guðný Árnadóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir allar inn í hópinn. Þær voru meiddar þegar Ísland mætti Finnlandi og Austurríki.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Auður Scheving og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir fara út úr hópnum í staðinn.

Þær Dagný Brynjarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru barnshafandi og verða því ekki með landsliðinu á næstunni. Gunnhildur Yrsa ákvað eftir leikina í júlí að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
  49/0 Sandra Sigurðardóttir, Val
    4/0 Telma Ívarsdóttir, Breiðabliki
    0/0 Fanney Inga Birkisdóttir, Val

Varnarmenn:
114/9 Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München
  53/0 Ingibjörg Sigurðardóttir, Vålerenga
  27/1 Guðrún Arnardóttir, Rosengård
  20/0 Guðný Árnadóttir, AC Milan
  16/1 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Val
    6/1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Breiðabliki
    2/0 Arna Eiríksdóttir, FH
    0/0 Sædís Rún Heiðarsdóttir, Stjörnunni

Miðjumenn:
  35/4 Alexandra Jóhannsdóttir, Fiorentina
  33/6 Sandra María Jessen, Þór/KA
  29/8 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Leverkusen
  28/4 Selma Sól Magnúsdóttir, Rosenborg
    6/1 Berglind Rós Ágústsdóttir, Val
    5/0 Hildur Antonsdóttir, Fortuna Sittard

Sóknarmenn:
  55/4 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
  45/2 Svava Rós Guðmundsdóttir, Gotham
  32/8 Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg
  26/4 Hlín Eiríksdóttir, Kristianstad
  15/2 Amanda Andradóttir, Val
    6/0 Diljá Ýr Zomers, OH Leuven

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert