Rannsókn í máli Alberts á lokastigi

Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot í síðasta mánuði.
Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglu í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er á lokastigi.

Þetta staðfesti Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar í samtali við mbl.is í dag.

Albert, sem er 26 ára gamall, var kærður fyrir kynferðisbrot þann 22. ágúst og var því ekki með íslenska karlalandsliðinu í nýliðnum landsleikjaglugga af þeim sökum.

Í skýrslu starfshóps Ríkissaksóknara um málsmeðferð kynferðisbrota, sem kom út í ágúst árið 2022, kom meðal annars fram að meðalafgreiðslutími kynferðisbrota, árið 2021, væri í kringum 343 dagar.

Rannsókn lögreglu í máli Alberts hefur því ekki tekið langan tíma ef tekið er mið af skýrslunni eða einungis 22 dagar. 

Þegar rannsókninni lýkur verður málið sent á borð ríkissaksóknara sem tekur svo ákvörðun um hvort ákært verður í því eða það látið niður falla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert