Rannsókn á máli Alberts lokið

Albert Guðmundsson í leik með Genoa.
Albert Guðmundsson í leik með Genoa. AFP/Tiziana Fabi

Rannsókn á máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, leikmanns Genoa á Ítalíu, er lokið og það komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti tíðindin í samtali við Vísi.

Al­bert, sem er 26 ára gam­all, var kærður fyr­ir kyn­ferðis­brot þann 22. ág­úst og var ekki með íslenska karla­landsliðinu í nýliðnum lands­leikja­glugga af þeim sök­um.

Málið verður nú sent á borð rík­is­sak­sókn­ara sem tek­ur svo ákvörðun um hvort Albert verði ákærður eða málið látið niður falla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert