Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var hetja Íslands í sigri á Wales, 1:0, í í fyrsta leik liðanna í 3. riðli A-deildarinnar í Þjóðadeildar kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld.
Velska liðið byrjaði betur og var mest megnis með boltann fyrsta korterið. Íslenska liðið tók síðan við sér og á 16. mínútu fékk Sandra María Jessen dauðafæri eftir sendingu frá Hlín Eiríksdóttur en hún skaut boltanum í Rhiannon Roberts varnarmann Wales se bjargaði á línu.
Tveimur mínútum síðar eða á 18. mínútu kom Glódís Perla Íslandi yfir er hún stangaði fasta fyrirgjöf Amöndu Andradóttur í netið, 1:0, og fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni komið.
Fátt var um fína drætti sem eftir lifði fyrri hálfleiksins og fór íslenska liðið marki yfir til búningsklefa.
Íslenska liðið átti ágætis syrpur í síðari hálfleiknum og varðist sóknum Wales vel. Guðný Árnadóttir kom sterk af bekknum og átti skotfæri á 64. mínútu sem Olivia Clark í marki Wales varði.
Walesverjar fengu svo dauðafæri á 83. mínútu þegar að Ceri Holland fékk upplagt skotfæri inn í miðjum teignum en Glódís komst fyrir boltann og bjargaði í horn.
Sterkur sigur hjá íslenska liðinu sem er í öðru sæti riðilsins með þrjú stig, jafnmörg og Danmörk sem vann Þjóðverja 2:0 áðan.
Ísland mætir næst Þýskalandi ytra á þriðjudaginn kemur.
Ísland | 1:0 | Wales | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Wales fær hornspyrnu | ||||
Augnablik — sæki gögn... |