„Kjánalegt hjá framkvæmdastjóranum“

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA.
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það var kjánalegt hjá framkvæmdastjóranum að fara á samfélagsmiðla í miðjum leik að kvarta eitthvað, haltu aðeins í þér,“ sagði Jóhann Ingi Hafþórsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um úrslitaleik Víkings úr Reykjavík og KA í bikarkeppni karla í knattspyrnu. 

Forráðamenn hafa komið sér í klandur

Víkingur hafði betur í leiknum, 3:1, en Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, setti inn færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, þar sem hann skaut á dómara leiksins, Helga Mikael Jónasson, á meðan leik stóð.

Við hljótum að eiga dómara sem ráða við svona verkefni,“ skrifaði Sævar á X en færslan vakti verðskuldaða athygli.

„Við höfum séð forráðamenn liða koma sér í klandur fyrir svona færslur í gegnum tíðina, eins og til dæmis Daníel Geir Moritz hjá ÍBV,“ sagði Jóhann Ingi.

„Þegar öllu er á botninn hvolft þá kemur ekkert jákvætt út úr því að forráðamenn liðanna séu að tjá sig á samfélagsmiðlum og þú sæir þetta aldrei erlendis, við erum betri en þetta,“ sagði Jóhann Ingi meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert