Sterkur Stjörnusigur í Kaplakrika

Eggert Aron Guðmundsson og Adolf Daði Birgisson fagna í dag.
Eggert Aron Guðmundsson og Adolf Daði Birgisson fagna í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan fór með 3:1 sigur af hólmi gegn FH í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag í fjörugum leik í Kaplakrika. 

Stjarnan jafnaði þar með FH að stigum og situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 37 stig, en FH í því fimmta og baráttan um Evrópusæti harðnar enn.

Gestirnir fóru af stað miklum krafti og var Eggert Aron Guðmundsson ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og kom boltanum í netið eftir einungis fjögurra mínútna leik. 

Eggert Aron var þó hvergi nærri hættur og bætti öðru marki við einungis tíu mínútum síðar með frábæru einstaklingsframtaki. 

Báðum liðum tókst að koma sér í fjölmörg færi í fyrri hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki. Þá mátti meðal annars litlu mátti muna að Emil Atlasyni tækist að þruma boltanum í mark FH-inga úr hjólhestaspyrnu og skömmu síðar átti Kjartan Henry fastan skalla að marki Stjörnunnar sem Árni Snær varði vel. 

Strax í á annarri mínútu seinni hálfleiks jöfnuðu FH-ingar metin þegar Gyrðir Hrafn Guðbrandsson stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Vuk Dimitrijevic. Heimamenn héldu áfram að sækja af miklum þunga en það var þó Emil Atlason sem skoraði fjórða mark leiksins og jók forskot Garðbæinga á ný. 

FH-ingar héldu ótrauðir áfram og sóttu af miklum krafti að marki Stjörnumanna allan seinni hálfleikinn. Sóknarþungi heimamanna bar næstum því árangur á 70. mínútu þegar Kjartan Henry Finnbogason fylgdi eftir skoti Gyrðis Hrafns og skoraði en Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, dæmdi rangstöðu og fékk markið því ekki að standa. 

Tæpu korteri síðar, á 83. mínútu, fékk Hilmar Árni Halldórsson tækifæri til þess að gera út um leikinn en skot hans hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 3:1 sigur Stjörnunnar. 

FH 1:3 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið Þá flautar Erlendur leikinn af, niðurstaðan 3:1 sigur Stjörnunnar í viðburðarríkum leik. Nánari umfjöllun væntanleg innan skamms!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert