Rúnar hættir með KR

Rúnar Kristinsson hættir með KR eftir tímabilið.
Rúnar Kristinsson hættir með KR eftir tímabilið. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnudeild KR mun ekki framlengja samning Rúnars Kristinssonar þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Félagið tilkynnti ákvörðunina á Facebook í dag.

Samningur Rúnars við KR rennur út eftir tímabilið og mun hann stýra liðinu í þeim tveimur leikjum sem eftir eru af leiktíðinni, áður en hann yfirgefur félagið.

Rúnar þekkir afar vel til hjá KR, því hann stýrði liðinu fyrst frá 2010 til 2014 og tók svo aftur við liðinu árið 2017. Á þeim tíma vann KR þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla.

Hinn 54 ára gamli Rúnar er uppalinn hjá KR og lék hann fyrst með liðinu frá 1986 til 1994 og svo aftur árið 2007, áður en hann sneri sér að þjálfun.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka