Blikakonur líklegar í Meistaradeildina

Agla María Albertsdóttir með boltann gegn FH.
Agla María Albertsdóttir með boltann gegn FH. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Lengi leit út fyr­ir að Blika­kon­ur ætluðu sér ekki að ná kjör­stöðu með sigri á FH þegar liðin mætt­ust í efri hluta keppni efstu deild­ar kvenna í fót­bolta. 

FH-ing­ar veittu harða mót­spyrnu en þegar leið á leik­inn náðu Blikar stjórn á leikn­um, sóttu stíft og unnu 3:1.  Með sigr­in­um er Breiðablik með 40 stig, fimm stig­um meira en Stjarn­an, en leik­ur KA/Þ​órs og Stjörn­unn­ar, sem hófst seinna fyr­ir norðan, gæti haft áhrif á stöðuna.

Fram að tutt­ug­ustu mín­útu var allt með kyrr­um kjör­um varðandi færi því þó leik­menn voru al­veg til þau tókst ekki að skapa mikið. 

Þá fór allt í gang.  Fyrsta færið var á 20. mín­útu þegar varn­ar­maður FH Arna Ei­ríks­dótt­ir átti laust skot rétt fram­hjá stöng Breiðablik.

Þá var komið að Blik­um og næstu 8 mín­út­urn­ar dundu skot­in á mark FH.  Fyrst Andrea Marý Bjarna­dótt­ir, síðan Agla María Al­berts­dótt­ir al­ein á móti markverði, síðan Katrín Ásbjörns­dótt­ir en öll þessi skot varði Al­dís Guðlaugs­dótt­ir í marki FH glæsi­lega.  

Hún kom þó ekki nein­um vörn­um við á 28. mín­útu þegar Birta Georgs­dótt­ir náði að koma bolt­an­um fram­hjá Al­dísi í mark­inu, rétt kom­in inn í víta­teig­inn og skaut al­veg upp við hægri stöng­ina – ör­lítið of ut­ar­lega fyr­ir Al­dísi og staðan 1:0 fyr­ir Breiðablik.

Blikar voru komn­ir á bragðið og sóttu meira, sem ýtti FH enn aft­ar á völl­inn en fær­in, sem tókst að byggja upp voru ekki hættu­leg.

FH-ing­ar urðu síðan fyr­ir áfalli þegar Shaina Ashouri, sem verið hef­ur lyk­ilmaður hjá FH, meidd­ist og var bor­in útaf vell­in­um.  Aðeins fjór­ir leik­menn eru  á vara­manna­bekk.

Þess­ar at­lög­ur, mark og meiðsli sló FH-kon­ur ekki útaf lag­inu, frek­ar að þær bitu í skjald­ar­rend­ur og færu að sækja af ör­yggi.

Upp­skáru síðan mark á 42. mín­útu eft­ir sjöttu horn­spyrnu FH þegar mik­il þvaga myndaðist í víta­teig Blika og Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir var fyrst til að átta sig, stökk til að skoraði af stuttu færi, staðan 1:1 í hálfleik.

Eins og fyrri hálfleik var ekki mikið um að vera í fær­um en því meiri bar­átta við að ná und­ir­tök­un­um og bæði lið náðu horn­spyrn­um.  Ef eitt­hvað er þá voru Blika­kon­ur betri og sóttu af meira ör­yggi.

Fyrsta færi seinni hálfleiks kom ekki fyrr en á 63. mín­útu eft­ir góða sókn Breiðabliks og Katrín Ásbjörns­dótt­ir skaut úr miðjum víta­teig en Al­dís sló bolt­ann yfir markið.  Vel gert hjá báðum.

Á 63. mín­útu kom svo næsta mark þegar Andrea Rut komst upp hægri kant­inn og gaf fyr­ir inn á miðjan víta­teig þar sem Agla María Al­berts­dótt­ir stökk upp og skallaði í vinstra hornið, Breiðablik komið í 2:1.

Skammt stórra högga á milli því á 71. mín­útu tók Agla María horn frá hægri, gaf bolt­ann út á völl og rétt utan við víta­teig­inn lét Cl­ara Sig­urðardótt­ir vaða á markið, bolt­inn fór yfir Al­dísi í mark­inu, staðan orðin 3:1.

Í síðustu um­ferðinni mæt­ast svo FH og Þór/​KA í Hafnar­f­irðinum, Stjarn­an og Þrótt­ur R. í Garðabæn­um og Val­ur og Breiðablik að Hlíðar­enda.

Breiðablik 3:1 FH opna loka
Mörk
skorar Agla María Albertsdóttir (19. mín.)
skorar Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Clara Sigurðardóttir (70. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Blikar mæta Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þann 27. ágúst! Sanngjarn sigur gestanna hér í dag. Selfyssingar nýttu ekki sín færi.
90 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
90 Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) fer af velli
90 MARK! Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir (Breiðablik) skorar
0:2 - GEGGJAÐ MARK HJÁ HELENU! Löng sending fram völlinn þar sem Helena tekur á rás og lætur síðan vaða í skeytin inn!
90
Uppbótartíminn er fimm mínútur.
89 Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir (Breiðablik) kemur inn á
89 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) fer af velli
Birta búin að vera mjög spræk í leiknum.
87 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
86 Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) kemur inn á
86 Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) fer af velli
83 Breiðablik fær hornspyrnu
83 Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Fín sókn hjá Blikum. Clara í ágætu færi vinstra megin en þetta er vel varið.
79 Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss) kemur inn á
79 Þóra Jónsdóttir (Selfoss) fer af velli
74 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Birta hamast í varnarmönnum Selfoss og nær á endanum lausum skalla sem fer beint í fangið á Tiffany.
72 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Reynir að lyfta boltanum yfir Tiffany sem er mjög framarlega en þessi fer yfir.
71 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Sue með sendingu til baka. Tiffany gjörsamlega frosin inni í vítateignum og Birta hleypur auðveldlega inn í þessa sendingu. Er komin í dauðafæri og skýtur rétt framhjá.
70 Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) fær gult spjald
Togar í Jóhönnu.
66 Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Selfoss) kemur inn á
Fyrir fróðleiksfúsa þá er hin 16 ára gamla Jóhanna Elín, dóttir Halldórs Páls Kjartanssonar, sem lék sjö leiki fyrir Breiðablik í Sjóvá-Almennra deildinni árið 1996.
66 Katrín Ágústsdóttir (Selfoss) fer af velli
66 Susanne Joy Friedrichs (Selfoss) á skot framhjá
Aukaspyrna á álitlegum stað vinstra megin. Katla hársbreidd frá því að ná að skalla boltann en hann siglir framhjá.
63
Við getum skotið því hér inn á milli að þessi seinni hálfleikur hefur verið afspyrnu rólegur.
63 Laufey Harpa Halldórsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
63 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) fer af velli
61 Selfoss fær hornspyrnu
58 Selfoss fær hornspyrnu
49 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Tekur einn af sínum alþekktu Öglu-sprettum og lýkur honum með ágætu skoti en Tiffany ver vel.
46 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Engin hætta.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Selfoss rúllar boltanum af stað. Fáum vonandi fjörugan seinni hálfleik.
45 Hálfleikur
Blikar hafa haft yfirhöndina en Selfoss hefur átt fínar sóknir inn á milli. Hrikalega ódýrt mark skilur liðin að.
45 Selfoss fær hornspyrnu
43 Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Frábær þríhyrningur þarna. Karitas sleppur ein innfyrir en Tiffany ver frábærlega.
42 Anna Petryk (Breiðablik) á skot sem er varið
39 Natasha Anasi (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Svipað færi og úr hornspyrnunni áðan, nema hvað þessi fer vel yfir.
39 Breiðablik fær hornspyrnu
38 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
38 Breiðablik fær hornspyrnu
35 Miranda Nild (Selfoss) á skot framhjá
Selfyssingar hafa nokkrum sinnum náð að koma sér í góða stöðu í vítateig UBK en alltaf vantar að reka endahnútinn á þetta.
33 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Tiifany með slaka spyrnu frá marki, beint á Öglu. Hún rennir boltanum á Vigdísi, sem er ein fyrir miðjum teig, en Tiffany gerir vel að verja frá henni. Vigdís hefði þurft að vanda skotið aðeins betur.
29 Brenna Lovera (Selfoss) á skot framhjá
Sue með góða hornspyrnu og hörkuskot frá Brennu framhjá markinu.
28 Selfoss fær hornspyrnu
28 Þóra Jónsdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Góð sókn hjá Selfyssingum. Bergrós í góðri stöðu í vítateignum en rennir honum út á Þóru sem neglir fyrir utan teig. Frábær varsla í horn.
27 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Agla með fína fyrirgjöf frá hægri en Birta nær ekki að stýra þessu á rammann.
21 Susanne Joy Friedrichs (Selfoss) á skot sem er varið
Miranda rennir boltanum innfyrir á Sue, sem kemur á ferðinni vinstra megin en færið er frekar þröngt og skotið beint á Evu.
19 MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) skorar
0:1 - Þetta var rosalegt mark. Katla með sendingu til baka á Tiffany í markinu, Agla kemur í pressu og Tiffany dúndrar boltanum í hana. Knötturinn lekur síðan í "slow-motion" rétt yfir marklínuna.
18 Natasha Anasi (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Frábær hornspyrna hjá Öglu. Natasha kemur svífandi á fjær og stangar boltann rétt yfir. Hörkufæri þarna!
17 Breiðablik fær hornspyrnu
15 Brenna Lovera (Selfoss) á skot sem er varið
Sif geysist upp völlinn og sendir svo þvert yfir til vinstri þar sem Brenna er komin í ágæta stöðu í teignum. Færið er þröngt og Eva þarf ekki að hafa mikið fyrir því að verja þetta.
12
Fyrstu mínúturnar í leiknum mjög rólegar. Bæði lið með þreifingar - og reyndar bæði búin að fá eitt gott færi.
11 Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Brenna Lovera sloppin innfyrir Blikavörnina og er komin í frábæra stöðu en Taylor rennir sér fyrir boltann á síðustu stundu. Frákastið hrekkur á Bergrósu en skotið er slakt og beint á Evu í markinu.
9 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Stórhætta upp úr hornspyrnunni. Vigdís er á fjærstöng í hornspyrnunni, stýrir boltanum í átt að marki þar sem Unnur Dóra fær hann í sig nánast á línunni en Tiffany nær að koma höndum á boltann.
8 Breiðablik fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann. Þær sækja í átt að félagsheimilinu Tíbrá en Selfoss sækir í átt að frjálsíþróttavellinum.
0
Flottar aðstæður á Selfossi og loftgæðin í lagi. Lítið óvænt í byrjunarliðunum. Bikar-Þóra Jónsdóttir byrjar sinn fyrsta leik hjá Selfyssingum í sumar.
0
Velkomin á leik Selfoss og Breiðabliks í undanúrslitum bikarkeppni kvenna, Mjólkurbikarsins, sem hefst á Selfossi klukkan 14.
Sjá meira
Sjá allt

Selfoss: (4-5-1) Mark: Tiffany Sornpao. Vörn: Sif Atladóttir, Katla María Þórðardótt­ir, Áslaug Dóra Sig­ur­björns­dótt­ir, Susanne Joy Friedrichs. Miðja: Bergrós Ásgeirsdóttir, Þóra Jónsdóttir (Brynja Líf Jónsdóttir 79), Katrín Ágústsdóttir (Jóhanna Elín Halldórsdóttir 66), Unnur Dóra Bergsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 86), Miranda Nild. Sókn: Brenna Lovera.
Varamenn: Karen Rós Torfadóttir (M), Brynja Líf Jónsdóttir, Íris Una Þórðardóttir, Jóhanna Elín Halldórsdóttir, Eva Lind Elíasdóttir, Auður Helga Hall­dórs­dótt­ir, Hólmfríður Magnúsdóttir.

Breiðablik: (4-5-1) Mark: Eva Nichole Persson. Vörn: Anna Petryk, Natasha Anasi, Taylor Ziemer, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Birta Georgsdóttir (Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir 89), Clara Sigurðardóttir (Bergþóra Sól Ásmundsdóttir 90), Hildur Þóra Hákonardóttir, Karitas Tómasdóttir, Agla María Albertsdóttir. Sókn: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Laufey Harpa Halldórsdóttir 63).
Varamenn: (M), Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Margrét Brynja Kristinsdóttir, Írena Héðinsdóttir Gonzalez, Rakel Hönnudóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir, Laufey Harpa Halldórsdóttir.

Skot: Breiðablik 17 (11) - Selfoss 7 (4)
Horn: Breiðablik 5 - Selfoss 4.

Lýsandi: Guðmundur Karl Sigurdórsson
Völlur: Jáverkvöllurinn á Selfossi

Leikur hefst
13. ágú. 2022 14:00

Aðstæður:
Flottar aðstæður hér á bökkum Ölfusár. Ellefu stiga hiti, suðvestan 3 m/sek. Skýjað grasið grænt. Góð loftgæði: Brennisteinstvíoxíðið 11,7 µg/m³.

Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Aðstoðardómarar: Sveinn Waage og Hreinn Magnússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert