Blikakonur líklegar í Meistaradeildina

Agla María Albertsdóttir með boltann gegn FH.
Agla María Albertsdóttir með boltann gegn FH. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Lengi leit út fyrir að Blikakonur ætluðu sér ekki að ná kjörstöðu með sigri á FH þegar liðin mættust í efri hluta keppni efstu deildar kvenna í fótbolta. 

FH-ingar veittu harða mótspyrnu en þegar leið á leikinn náðu Blikar stjórn á leiknum, sóttu stíft og unnu 3:1.  Með sigrinum er Breiðablik með 40 stig, fimm stigum meira en Stjarnan, en leikur KA/Þórs og Stjörnunnar, sem hófst seinna fyrir norðan, gæti haft áhrif á stöðuna.

Fram að tuttugustu mínútu var allt með kyrrum kjörum varðandi færi því þó leikmenn voru alveg til þau tókst ekki að skapa mikið. 

Þá fór allt í gang.  Fyrsta færið var á 20. mínútu þegar varnarmaður FH Arna Eiríksdóttir átti laust skot rétt framhjá stöng Breiðablik.

Þá var komið að Blikum og næstu 8 mínúturnar dundu skotin á mark FH.  Fyrst Andrea Marý Bjarnadóttir, síðan Agla María Albertsdóttir alein á móti markverði, síðan Katrín Ásbjörnsdóttir en öll þessi skot varði Aldís Guðlaugsdóttir í marki FH glæsilega.  

Hún kom þó ekki neinum vörnum við á 28. mínútu þegar Birta Georgsdóttir náði að koma boltanum framhjá Aldísi í markinu, rétt komin inn í vítateiginn og skaut alveg upp við hægri stöngina – örlítið of utarlega fyrir Aldísi og staðan 1:0 fyrir Breiðablik.

Blikar voru komnir á bragðið og sóttu meira, sem ýtti FH enn aftar á völlinn en færin, sem tókst að byggja upp voru ekki hættuleg.

FH-ingar urðu síðan fyrir áfalli þegar Shaina Ashouri, sem verið hefur lykilmaður hjá FH, meiddist og var borin útaf vellinum.  Aðeins fjórir leikmenn eru  á varamannabekk.

Þessar atlögur, mark og meiðsli sló FH-konur ekki útaf laginu, frekar að þær bitu í skjaldarrendur og færu að sækja af öryggi.

Uppskáru síðan mark á 42. mínútu eftir sjöttu hornspyrnu FH þegar mikil þvaga myndaðist í vítateig Blika og Snædís María Jörundsdóttir var fyrst til að átta sig, stökk til að skoraði af stuttu færi, staðan 1:1 í hálfleik.

Eins og fyrri hálfleik var ekki mikið um að vera í færum en því meiri barátta við að ná undirtökunum og bæði lið náðu hornspyrnum.  Ef eitthvað er þá voru Blikakonur betri og sóttu af meira öryggi.

Fyrsta færi seinni hálfleiks kom ekki fyrr en á 63. mínútu eftir góða sókn Breiðabliks og Katrín Ásbjörnsdóttir skaut úr miðjum vítateig en Aldís sló boltann yfir markið.  Vel gert hjá báðum.

Á 63. mínútu kom svo næsta mark þegar Andrea Rut komst upp hægri kantinn og gaf fyrir inn á miðjan vítateig þar sem Agla María Albertsdóttir stökk upp og skallaði í vinstra hornið, Breiðablik komið í 2:1.

Skammt stórra högga á milli því á 71. mínútu tók Agla María horn frá hægri, gaf boltann út á völl og rétt utan við vítateiginn lét Clara Sigurðardóttir vaða á markið, boltinn fór yfir Aldísi í markinu, staðan orðin 3:1.

Í síðustu umferðinni mætast svo FH og Þór/KA í Hafnarfirðinum, Stjarnan og Þróttur R. í Garðabænum og Valur og Breiðablik að Hlíðarenda.

Breiðablik 3:1 FH opna loka
90. mín. 5 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert