Vonar það besta

Örvar Eggertsson sækir að Eyjamönnum í dag.
Örvar Eggertsson sækir að Eyjamönnum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Eiður Aron Sigurbjörnsson var mjög sáttur með 1:0 sigur á HK í kvöld. Með sigrinum er ÍBV ennþá með í baráttunni um að halda sér uppi í deildinni en þeir þurfa að vinna Keflavík sem nú þegar er fallið í lokaumferðinni.

ÍBV er ennþá í baráttunni um að halda sér uppi í Bestu deildinni. Mun þetta takast hjá ykkur?

„Já, við þurfum bara að vinna næsta leik og vona það besta. Það er það eina sem við getum gert og við munum vinna Keflavík.”

Leikurinn í dag á móti HK, ertu ánægður með hann?

„Mér fannst við fínir á köflum. Við gerðum vel sérstaklega í restina. Það sem skóp sigurinn var samvinna í liðinu og þetta er búið að vera ströggl og vesen. Við erum með mjög flott lið þó taflan segi annað og við höfum trú á að við náum að halda okkur uppi.”

Leikurinn gegn Keflavík er í raun bara úrslitaleikur eða hvað?

„Já, alveg eins og leikurinn í dag. Í næstu viku er svo bara annar úrslitaleikur fyrir okkur sem við ætlum að vinna og svo verðum við bara að vona það besta,“ sagði Eiður Aron í samtali við mbl.is.

Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert