Dagný á von á strák – vel fagnað í Lundúnum

Dagný á von á sínum öðrum strák.
Dagný á von á sínum öðrum strák. Ljósmynd/Dagný Brynjarsdóttir

Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir á von á sínu öðru barni og er nú ljóst að um strák er að ræða.

Enska félagið West Ham, sem Dagný leikur fyrir, hélt kynjaveislu fyrir landsliðskonuna á æfingasvæði sínu í dag.

Þar kom í ljós að miðjukonan á von á sínum öðrum strák með eiginmanni sínum Ómari Páli Sig­ur­bjarts­syni.

Sett­ur dag­ur er 7. fe­brú­ar. Fyr­ir eiga þau son­inn Brynj­ar Atla Ómars­son sem er fædd­ur í júní 2018.

Hér að neðan má sjá mikið fjör í kynjaveislu Dagnýjar á æfingasvæði West Ham.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert