Eiginlega bara sár og dapur

Höskuldur Gunnlaugsson með boltann í vítateig Úkraínumannanna í leiknum í …
Höskuldur Gunnlaugsson með boltann í vítateig Úkraínumannanna í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Maður er eig­in­lega bara sár og dap­ur,“ sagði Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son fyr­irliði Breiðabliks við mbl.is eft­ir ósig­ur­inn gegn Zor­ya frá Úkraínu, 0:1, á Laug­ar­dals­vell­in­um í Sam­bands­deild­inni í fót­bolta í kvöld.

Blikar áttu virki­lega góðan síðari hálfleik og voru óheppn­ir að krækja ekki í að minnsta kosti eitt stig en markvörður Zor­ya varði þríveg­is glæsi­lega í síðari hálfleikn­um.

„Það er erfitt að vera reiður og pirraður því mér fannst frammistaðan vera góð. Við vor­um beitt­ir, sér­stak­lega í seinni hálfleik, við ógnuðum vel og gerðum allt sem í okk­ar valdi stóð nema drulla tuðrunni al­veg inn. Hann varði hel­víti vel í þessi þrjú skipti,“ sagði Hösk­uld­ur.

Var nán­ast byrjaður að fagna

Eitt af þess­um þrem­ur skipt­um var hörkuskalli frá Hösk­uldi sem Mykyta Tur­balev­skyi varði á ótrú­leg­an hátt.

„Já, ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég sá bolt­ann inni og var nán­ast byrjaður að fagna mark­inu,“ sagði Hösk­uld­ur um þetta at­vik á 80. mín­útu leiks­ins.

Sig­ur­mark Ihors Hor­bachs fyr­ir Zor­ya kom í kjöl­far horn­spyrnu á 35. mín­útu og Hösk­uld­ur sagði að það hefði vel mátt koma í veg fyr­ir það.

„Já, þetta var full auðvelt fyr­ir hann, en þeir gerðu þetta svo sem ágæt­lega. Hann náði að taka sér stöðu og stíga Ant­on aðeins út. En burt­séð frá því fannst mér við svara þessu vel. Við vor­um með frum­kvæðið og stjórn á leikn­um eig­in­lega all­an tím­ann. Síðustu tíu mín­út­urn­ar fengu þeir ein­hver upp­hlaup, skilj­an­lega. Við vor­um að reyna að jafna.

Maður er al­veg stolt­ur af liðinu, hug­ar­far­inu og fót­bolt­an­um sem við spiluðum. Við tók­um áhættu, höfðum engu að tapa og reynd­um að sækja þetta mark en inn vildi bolt­inn ekki. Mér fannst við hafa gert nóg til að fá eitt­hvað út úr leikn­um. Þess vegna er þetta ekstra sárt,“ sagði Hösk­uld­ur.

Blikar eru án stiga eft­ir tvo leiki, og tvo nauma eins marks ósigra gegn Macca­bi Tel Aviv og Zor­ya.

Höskuldur Gunnlaugsson og Denys Nahnoinyi í leiknum í kvöld.
Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son og Denys Nahno­inyi í leikn­um í kvöld. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þegar maður horf­ir til baka yfir þessa tvo leiki þá hefðum við al­veg getað verið með fjög­ur stig. En það þýðir samt ekk­ert að vera að of­meta sig. Við erum með núll stig en tök­um með okk­ur frammistöðuna. Setj­um kass­ann út og trú­um því að við eig­um er­indi í þessa keppni,“ sagði Hösk­uld­ur.

Völl­ur­inn var flott­ur

Breiðablik spil­ar heima­leiki sína í keppn­inni á Laug­ar­dals­vell­in­um þar sem Kópa­vogs­völl­ur er ekki lög­leg­ur í riðlakeppni Evr­ópu. Hösk­uld­ur kvaðst ánægður með völl­inn.

„Við vor­um 65 pró­sent með bolt­ann í leikn­um, spilið var gott, bolt­inn gekk hratt og vel og við sköpuðum okk­ur fullt af fær­um. Völl­ur­inn var flott­ur í dag og það var gam­an að spila á hon­um. Það er aðeins öðru­vísi að spila á þjóðarleik­vang­in­um en maður hafn­ar því ekki. Þetta er heima­völl­ur­inn okk­ar núna og við ætl­um okk­ur sex stig úr heima­leikj­un­um tveim­ur á hon­um í nóv­em­ber,“ sagði Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka