Óskiljanlegt markaleysi í Hafnarfirði

Sandra María Jessen umkringd FH-ingum í öðrum leik liðanna í …
Sandra María Jessen umkringd FH-ingum í öðrum leik liðanna í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

FH og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í fjörugum leik í lokaumferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í dag.

Þór/KA endar í fimmta sæti deildarinnar með 33  stig og FH í sjötta sætinu með 29 stig.

Fyrri hálfleikurinn var fjörugur en án marka. Bæði lið léku vel sín á milli en Akureyringar fengu þó nokkuð fleiri færi.

Hulda Ósk Jónsdóttir og Sandra María Jessen sóknarmenn Þórs/KA komust í fínustu stöður í fyrri hálfleik en nýttu færin illa. Aftur á móti gerði Herdís Halla Guðbjartsdóttir markvörður FH vel í að sjá við þeim. 

Þegar leið á fyrri hálfleikinn sköpuðu liðin sér færri marktækifæri og fóru jöfn og markalaus til búningsklefa. 

FH-ingar byrjuðu siðari hálfleikinn betur en á hinum endanum fékk Hulda Ósk enn eitt góða færið en Herdís Halla varði áfram frá henni. 

Á 65. mínútu fékk svo Snædís María Jörundsdóttir í liði FH dauðafæri inn á miðjum teignum en hún hitti ekki boltann. Amelía Ósk Kruger sem kom inná hjá Þór/KA átti svo sláarskot þar sem boltinn var hársbreidd frá því að fara inn fyrir marklínuna á 82. mínútu. 

Snædís fékk svo annað dauðafæri á lokasekúndum leiksins en skaut boltanum í utanverða stöngina.  

FH 0:0 Þór/KA opna loka
90. mín. FH fær hornspyrnu +3
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert