Þessar stelpur eru svo sterkar

Blikarnir fagna sigurmarkinu í kvöld.
Blikarnir fagna sigurmarkinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér fannst þetta kúl,“ sagði Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son, þjálf­ari kvennaliðs Breiðabliks í fót­bolta, í sam­tali við mbl.is eft­ir að liðið vann 1:0-útisig­ur á Íslands­meist­ur­um Vals og tryggði sér annað sæti Bestu deild­ar­inn­ar og sæti í Meist­ara­deild­inni á næstu leiktíð.

„Ef við horf­um á frammistöðuna í leikn­um þá var það mik­il vinnu­semi sem skilaði þessu. Stelp­urn­ar eiga hrós skilið. Þær hafa verið frá­bær­ar síðan við tók­um við og Ólaf­ur, Kjart­an og allt hitt starfs­fólkið sömu­leiðis,“ sagði Gunn­leif­ur.

Hann tók við Breiðabliki í lok ág­úst ásamt Kjart­ani Stef­áns­syni og Ólafi Pét­urs­syni. Liðið var þá í miklu basli og búið að tapa þrem­ur leikj­um af síðustu fjór­um og aðeins fengið stig gegn ÍBV sem síðan féll. Und­ir stjórn þeirra vann Breiðablik síðan þrjá síðustu leik­ina og tryggði sér annað sæti.

Gunnleifur Gunnleifsson
Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son Ljós­mynd/​Krist­ín Hall­gríms­dótt­ir

„Þetta var brotið en þess­ar stelp­ur eru svo sterk­ar. Ég er ógeðslega stolt­ur af þeim og það er frá­bært að vinna Íslands­meist­ar­ana, lang­besta liðið, í síðasta leik. Stelp­urn­ar þurftu að grafa djúpt. Auðvitað var glatað að tapa öll­um þess­um fót­bolta­leikj­um, al­gjör­lega öm­ur­legt, en þær eiga ekk­ert eðli­lega mikið hrós skilið fyr­ir sitt fram­lag,“ sagði þjálf­ar­inn stolt­ur.

Hann samþykkti að taka við meist­ara­flokki kvenna út tíma­bilið og er framtíðin óljós. Gunn­leif­ur hef­ur nóg að gera í öðrum verk­efn­um hjá Blik­un­um.

„Ég ætla að vakna klukk­an 8:30 á morg­un og þjálfa átt­unda flokk­inn í Smár­an­um. Þar er framtíðin. Svo kem­ur þetta allt í ljós. Ég er alltaf í Smára og það þarf ekki einu sinni að hringja í mig.

Þessu verk­efni er lokið og nú skemmt­um við okk­ur og ég held áfram með ann­an, sjötta og átt­unda flokk­inn og svo sjá­um við til. Þetta hef­ur verið ógeðslega gam­an. Ég er svo stolt­ur að hafa fengið þetta verk­efni. Ég mun muna eft­ir þessu alla ævi. Þetta hef­ur verið frá­bær mánuður með frá­bær­um stelp­um. Þetta hef­ur verið mik­il og skemmti­leg reynsla,“ sagði Gunn­leif­ur.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert