Uppbótartímamark Þróttar og Stjarnan ekki í Evrópukeppni

Stjörnukonan Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir með boltann í leiknum gegn Þrótti …
Stjörnukonan Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir með boltann í leiknum gegn Þrótti í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Endahnúturinn var varla sjáanlegur þegar Þróttarakonur sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn í kvöld er leikið var í lokaumferð efstu deildar kvenna í fótbolta. 

Bæði lið byggðu upp ágætis sóknir en virtist fyrirmunað að koma boltanum í netið, nema í uppbótartíma þegar fyrirgjöf Þróttarans Mikennu McManus skoppaði í hægra hornið. 

Úrslitin þýða að Garðbæingar ná ekki að komast upp í 2. sæti deildarinnar og missa þar af sæti í Meistaradeildinni, sem kemur í hlut Blikakvenna, sem vann Val 1:0 á sama tíma. Um leið hirti Þróttur þriðja  sætið af Stjörnunni með þessu sigurmarki í lokin.

Sláarskot Ingunnar Haraldsdóttur á 2. mínútu gaf góð fyrirheit en Garðbæingar sluppu fyrir horn.

Eftir það skiptust liðin á að sækja en næstu færi voru Stjörnukvenna þegar Betsy Hassett skallaði rétt framhjá markinu á 5. mínútu og á 18. Mínútu áttu hún svo gott skot úr teignum en nú rann boltinn framhjá stönginni en það munaði ekki miklu.

Þó stæði aðeins á dauðafærunum var leikurinn skemmtilegur, hraður og bæði lið að ná að byggja upp ágætar sóknir en það vantaði herslumunin að mörkin kæmu.   Það var þó þannig að Garðbæingar sóttu af meiri krafti en færðu þá liðið aðeins framar svo að Þróttarar voru oft nálægt að ná góðri skyndisókn.

Á 48. mínútu fékk Sæunn Björnsdóttir frábært færi fyrir Þrótt en hitti boltann mjög illa af stuttu færi eftir góða sendingu Kötlu Tryggvadóttur frá vinstri.

Fimm mínútum síðar átti Betsy Hassett þrumuskot af vítateigslínunni en boltinn rétt framhjá.

Á sömu mínútu, 53., fékk Þróttur tvö færi í röð.  Fyrst þegar Tanya Boychuk komst í gegnum vörn Stjörnunnar og náði skot komin að vítapunktinum en Erin í marki Garðbæinga varði vel.  Boltinn hrökk þá til vinstri þar sem Elín Metta Jensen náði föstu skoti en færið þröngt og skotið framhjá.

Leikurinn fór svo í sama farið og fyrir hlé þar sem Stjarnan var meira með boltann og sótti meira en tókst ekki að búa til dauðafærið á meðan Þróttarakonur héldu þéttri vörn og sóttu svo hratt en ekki frekar en Garðbæingar tókst þeim ekki að koma boltanum í markið þrátt fyrir færi.

Best færi Stjörnunnar kom svo á 85. Mínútu þegar þrumuskot Ingibjargar Lúcía Ragnarsdóttir átti bylmingsskot af vítateigslínunni, boltinn small í slánni en Írís Dögg markmaður náði að koma við hann og grípa svo.

Svo kom mark, í uppbótartíma, þegar Katla Tryggvadóttir átti góða þversendingu frá vinstri kanti en boltinn datt í gegn, allir fylgdust með þegar hann fór svo í hægra hornið, sigurmark 0:1.

Stjörnukonur vildu greinilega vinna aðeins meira enda Evrópukeppni sæmilegasta gulrót.  Voru þó aðeins að flýta sér því þeim tókst ekki að reka endahnútinn í margar góðar sóknir.

Þróttarar voru skipulagðir, þurftu reyndar að leggja mest í varnarleikinn en áttu þó snöggar sóknir sem lofuðu góðu en tókst sjaldan að koma boltanum á markið.

Stjarnan 0:1 Þróttur R. opna loka
90. mín. 2 mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert