Halldór tekur við Breiðabliki

Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni hjá Breiðabliki.
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni hjá Breiðabliki. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Hall­dór Árna­son hef­ur verið ráðinn þjálf­ari karlaliðs Breiðabliks í knatt­spyrnu til næstu þriggja ára.

Hall­dór er að ljúka sínu fjórða tíma­bili sem aðstoðarþjálf­ari Breiðabliks en hann hef­ur verið hægri hönd Óskars Hrafns Þor­valds­son­ar enn leng­ur því þeir unnu áður sam­an hjá Gróttu.

Halldór Árnason og Eysteinn Pétur Lárusson handsala samninginn.
Hall­dór Árna­son og Ey­steinn Pét­ur Lárus­son hand­sala samn­ing­inn. Ljós­mynd/​Breiðablik

Breiðablik birti eft­ir­far­andi á sam­fé­lags­miðlum sín­um fyr­ir stundu:

Hall­dór Árna­son hef­ur verið ráðinn sem þjálf­ari meist­ara­flokk karla hjá Breiðabliki til næstu þriggja ára. Hall­dór hef­ur starfað sem aðstoðarþjálf­ari meist­ara­flokks­ins síðan 2019 og verið mik­il­væg­ur hluti af teym­inu í kring­um meist­ara­flokk karla og þeim ár­angri sem liðið hef­ur náð.
„Ég er afar stolt­ur af traust­inu sem Breiðablik sýn­ir mér til að stýra meist­ara­flokki karla og halda áfram að byggja upp það frá­bæra starf sem hér er í gangi. Ég tek við mjög góðu búi og frá­bæru liði af Óskari og hlakka til að tak­ast á við þau spenn­andi og krefj­andi verk­efni sem okk­ar bíða,“ seg­ir Hall­dór Árna­son nýráðinn þjálf­ari Breiðabliks.
Áður en Hall­dór kom til Breiðabliks þjálfaði hann meðal ann­ars hjá Gróttu, KR og Stjörn­unni.
Með ráðningu Hall­dórs verður haldið áfram þeirri upp­bygg­ingu og framþróun sem við vilj­um hafa á öll­um sviðum í Smár­an­um og býður Knatt­spyrnu­deild Breiðabliks Hall­dór vel­kom­inn til starfa sem aðalþjálf­ari meist­ara­flokks karla.
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert