Alexandra og Aldís í landsliðshópinn

Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði fagnar sigurmarki sínu gegn Wales í …
Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði fagnar sigurmarki sínu gegn Wales í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu tilkynnti í dag 23 manna hóp fyrir leikina gegn Danmörku og Þýskalandi í Þjóðadeild UEFA sem fram fara á Laugardalsvellinum 27. og 31. október.

Þorsteinn gerir tvær breytingar á liðinu en Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Fiorentina á Ítalíu sem missti af leikjunum við Wales og Þýskaland í september vegna meiðsla, er með á ný og þá kemur Aldís Guðlaugsdóttir, 19 ára markvörður FH, í hópinn í stað Fanneyjar Birkisdóttur úr Val.

Svava Rós Guðmundsdóttir, sóknarmaður frá Benfica í Portúgal, er ekki í hópnum að þessu sinni. Þá er Sveindís Jane Jónsdóttir fjarri góðu gamni en hún missti af leikjunum í september og er ekki klár í slaginn.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
49/0 Sandra Sigurðardóttir, Val
  6/0 Telma Ívarsdóttir, Breiðabliki
  0/0 Aldís Guðlaugsdóttir, FH

Varnarmenn:
116/10 Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München
  55/0 Ingibjörg Sigurðardóttir, Vålerenga
  35/6 Sandra María Jessen, Þór/KA
  29/1 Guðrún Arnardóttir, Rosengård
  22/0 Guðný Árnadóttir, AC Milan
  17/1 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Val
    6/1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Breiðabliki
    2/0 Arna Eiríksdóttir, FH
    1/0 Sædís Rún Heiðarsdóttir, Stjörnunni

Miðjumenn:
35/4 Alexandra Jóhannsdóttir, Fiorentina
31/8 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Leverkusen
30/4 Selma Sól Magnúsdóttir, Rosenborg
  8/1 Berglind Rós Ágústsdóttir, Val
  7/0 Diljá Ýr Zomers, OH Leuven
  7/0 Hildur Antonsdóttir, Fortuna Sittard
  3/0 Lára Kristín Pedersen, Val

Sóknarmenn:
56/4 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
28/4 Hlín Eiríksdóttir, Kristianstad
16/2 Amanda Andradóttir, Val
  0/0 Bryndís Arna Níelsdóttir, Val

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert