Bandaríska knattspyrnukonan Caroline Van Slambrouck hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun hjá Keflavík.
Í tilkynningu Keflavíkur segir að hún muni bæta við sig öðrum flokki kvenna, en nú þegar þjálfar hún þriðja, fjórða og fimmta.
Caroline kom til landsins árið 2017 og lék með ÍBV þar til ársins 2022 þegar hún skipti yfir í Keflavík. Allt í allt á hún 114 leiki í efstu deild og hefur skorað sex mörk.