Vökvaði völlinn sjálfur á fjórhjóli með kerru

Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum langt á eftir flestöllum liðum í Reykjavík þegar kemur að aðstöðumálum,“ sagði Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR og næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, í Fyrsta sætinu.

Enginn vökvunarbúnaður

Rúnar, sem er 54 ára gamall, lét af störfum hjá KR eftir tímabilið en hann stýrði liðinu fyrst frá 2010 til 2014 og svo aftur frá 2017 til 2023. 

„Ég er búinn að þurfa deila velli með 4. og 3. flokki hjá KR alveg frá því ég byrjaði að þjálfa hjá félaginu árið 2010 og við erum að deila vellinum frá miðjum október fram í apríl,“ sagði Rúnar.

„Það er ekki vökvunarbúnaður á gervigrasinu og þegar við höfum þurft að undirbúa okkur fyrir leikina gegn gervigrasliðunum þá hef ég yfirleitt þurft að fara sjálfur á fjórhjólinu með kerru aftan í og sett vökvunarbúnað á hana,“ sagði Rúnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert