Rúnar skrifar undir á morgun

Rúnar Kristinsson er að taka við Frömurum.
Rúnar Kristinsson er að taka við Frömurum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Kristinsson verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í knattspyrnu.

Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins.

Framarar hafa boðað til blaðamannafundur í höfuðstöðvum félagsins í Úlfarsárdal á morgun en í tilkynningu félagsins kemur ekki fram hvert efni fundarins sé.

Næstleikjahæstur frá upphafi

Rúnar, sem er 54 ára gamall, lét af störfum sem þjálfari KR eftir nýliðið tímabil en hann hafði stýrt liðinu samfleytt frá árinu 2017 og gerði KR-inga að Íslandsmeisturum sumarið 2019.

Hann hefur einnig stýrt Lilleström í Noregi og Lokeren í Belgíu á þjálfaraferlinum en hann stýrði KR einnig á árunum 2010 til 2014 og gerði liðið þá tvívegis að Íslandsmeisturum og þrívegis að bikarmeisturum.

Rúnar á að baki 104 A-landsleiki og er næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi á eftir Birki Bjarnasyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka