Fjögurra ára gamall sonur minn er með orðið kúkur á heilanum. Hann segir þetta örugglega svona hundrað sinnum á dag.
Ég hef aldrei tengt neitt sérstaklega við þetta orð en þegar hann lætur þetta út úr sér þessa dagana þá get ég ekki komist hjá því að hugsa um þjálfaramál karlaliðs KR í fótbolta.
Rúnar Kristinsson lét af störfum eftir nýliðið tímabil hjá KR eftir að hafa stýrt liðinu samfleytt frá árinu 2017. KR-ingar horfðu hýru auga til Óskars Hrafns Þorvaldssonar og aðstoðarmanns hans Halldórs Árnasonar hjá Breiðabliki.
Óskar fór til Noregs og Halldór skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik. Næstur á mælendaskrá var Jökull Elísabetarson sem gerði langtímasamning við Stjörnuna eftir tímabilið.
Það er þungskýjað í Vesturbænum þessa dagana. Tölfræðin talar líka sínu máli; Rúnar var á réttri leið með liðið.
Persónulegt mat. Það var algjör skita að láta Rúnar Kristinsson fara.
Bakvörð Bjarna má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.