„Aðeins léttara að fara til hennar“

„Hún var eiginlega spilandi þjálfari á meðan hún var ennþá að spila,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnukonan Fanney Inga Birkisdóttir í Dagmálum.

Fjarstýrði mér allan leikinn

Fanney Inga, sem er 18 ára gömul, stóð vaktina í marki Vals á tímabilinu eftir að Sandra Sigurðardóttir lagði hanskana á hilluna eftir síðasta ár en Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrrverandi liðsfélagi hennar, lagði skóna líka á hilluna eftir síðasta tímabil og var ráðin aðstoðarþjálfari liðsins.

„Ég var fremst á miðjunni sumarið 2022 og hún bókstaflega fjarstýrði mér allan leikinn þannig að ég þurfti nánast ekkert að hugsa,“ sagði Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals.

„Það er alltaf gott að leita til hennar og kannski aðeins léttara að fara til hennar en til Péturs,“ sagði Fanney Inga meðal annars.

Viðtalið við þær Ásdísi og Fanneyju í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Pétur Pétursson og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir á hliðarlínunni í sumar.
Pétur Pétursson og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir á hliðarlínunni í sumar. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert