„Það voru einhverjir Blikar sem reyndu að stýra umræðunni í gegnum einhver hlaðvörp,“ sagði knattspyrnumaðurinn og Íslandsmeistarinn Davíð Örn Atlason í Dagmálum.
Davíð Örn, sem er 29 ára gamall, varð tvöfaldur meistari með uppeldisfélagi sínu Víkingi úr Reykjavík á nýliðnu tímabili.
„Ég tók þá ákvörðun að svara þessu ekki,“ sagði Davíð Örn.
„Ég passaði mig á leiknum sjálfum að klappa ekki þegar Víkingarnir skoruðu en ég klappaði þegar þeir lyftu bikarnum og af virðingu við Sölva þegar hann fór af velli í síðasta sinn.
Þetta var blásið upp fannst mér því það var fullt af öðrum leikmönnum úr deildinni sem mættu á völlinn,“ sagði Davíð Örn meðal annars.
Viðtalið við Davíð Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.