„Hann er frábær karl,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir í Dagmálum.
Ásdís Karen er 23 ára gömul, en Pétur Pétursson hefur stýrt Valsliðinu frá árinu 2017 og gert liðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum á tíma sínum á Hlíðarenda.
„Hann er alltaf að reyna vera með einhverja brandara og á hverjum einasta fundi er eitthvað uppistand frá honum,“ sagði Fanney Birkisdóttir, markvörður Vals.
„Það er alltaf stutt í grínið hjá honum en hann er líka alvarlegur þegar þess þarf. Hann hefur barist ötulega fyrir kvennaboltann og það hefur gefið liðinu ótrúlega mikinn meðbyr,“ sagði Ásdís Karen meðal annars.