Naumur sigur Belganna á Blikum

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks með boltann í kvöld.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks með boltann í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Belg­íska liðið Gent vann naum­an sig­ur á Breiðabliki, 3:2, í B-riðli Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta á Laug­ar­dals­vell­in­um í kvöld en litlu munaði að Blikarn­ir kræktu þar í sitt fyrsta stig í keppn­inni.

Níg­er­íumaður­inn Gift Or­ban reynd­ist Blik­um erfiður og skoraði öll þrjú mörk þeirra en Ja­son Daði Svanþórs­son skoraði bæði mörk Blika á tveim­ur mín­út­um í fyrri hálfleik og kom þeim þá í 2:1.

Gent er þá komið með 10 stig eft­ir fjóra leiki, Macca­bi Tel Aviv vann Zor­ya 3:1 í Póllandi og er með 6 stig, Zor­ya er með 4 stig en Blikar eru áfram án stiga. Macca­bi og Zor­ya eiga eft­ir að leika leik sinn úr þriðju um­ferðinni.

Eft­ir ágæta byrj­un Blikanna sem pressuðu Belg­ana framar­lega frá byrj­un komst Gent yfir strax á 6. mín­útu. Pieter Gerkens sendi bolt­ann inn í víta­teig­inn þar sem Gift Or­ban stakk sér inn fyr­ir og skallaði lag­lega upp und­ir þverslána og í netið, 0:1.

Tvö mörk á tveim­ur mín­út­um

En á 16. mín­útu jöfnuðu Blikar. Gísli Eyj­ólfs­son fékk bolt­ann rétt inn­an víta­teigs, aðeins til vinstri, lék til hliðar og skaut. Bolt­inn fór af varn­ar­manni og inn í markteig­inn hægra meg­in þar sem Ja­son Daði Svanþórs­son var mætt­ur og renndi bolt­an­um í netið, 1:1.

Og eft­ir langa skoðun VAR-dóm­ara á mark­inu voru Blikar fljót­ir að fylgja þessu eft­ir. Á 18 mín­útu lék Gísli upp miðjan völl­inn og skaut föstu skoti af 20 metra færi. Paul Nar­di markvörður varði en hélt ekki bolt­an­um og Ja­son Daði var snögg­ur að átta sig og sendi hann í tómt markið, 2:1.

Belgarn­ir voru lengi að jafna sig á þessu og náðu ekki að ógna marki Blikanna í góðan tíma eft­ir mörk­in. Þeir sóttu hins veg­ar stíft síðustu tíu mín­út­ur fyrri hálfleiks. Omri Gand­elm­an átti skot í þverslána og yfir á 38. mín­útu og rétt á eft­ir átti Gift Or­ban hörku­skot úr miðjum víta­teig rétt yfir Blika­markið.

En Blikar stóðu þessa pressu af sér og fóru með for­ystu inn í leik­hléið, 2:1.

Blikarn­ir sköpuðu sér hættu­legt færi strax á 49. mín­útu. Vikt­or Karl Ein­ars­son átti þá góða send­ingu frá hægri þvert í gegn­um markteig­inn þar sem engu munaði að Davíð Ingvars­son næði að renna sér í bolt­ann. Blikar töldu að brotið hefði verið á hon­um og þeir hefðu átt að fá víta­spyrnu.

Það tók Gent hins veg­ar aðeins níu mín­út­ur að jafna met­in í síðari hálfleik. Eft­ir auka­spyrnu frá hægri var dæmd víta­spyrna á Andra Rafn Yeom­an fyr­ir að halda leik­manni Gent og dóm­ar­inn benti strax á punkt­inn. Gift Or­ban tók spyrn­una og skoraði af ör­yggi, 2:2.

Belgarn­ir komust síðan yfir á 69. mín­útu Tarik Tis­sou­dali fékk góða send­ingu inn­fyr­ir vörn­ina og var einn gegn Ant­oni Ara í víta­teign­um, renndi bolt­an­um til hliðar á Or­ban sem full­komnaði þrenn­una og staðan 2:3.

Fengu færi til að jafna met­in

Blikar fengu færi til að jafna met­in á 80. mín­útu þegar Ja­son Daði átti fyr­ir­gjöf frá hægri og Krist­inn Stein­dórs­son skallaði á markið af vinstra markteigs­horni. Paul Tar­di þurfti að hafa vel fyr­ir því að verja í horn.

Blikar sóttu af tals­verðum krafti á loka­mín­út­un­um og á 89 mín­útu átti Gísli hættu­legt skot frá víta­teig, í varn­ar­mann og hár­fínt fram­hjá stöng­inni vinstra meg­in.

Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son var enn nær því að jafna á 90. mín­útu þegar hann átti hörku­skot sem Nar­di varði vel með því að slá bolt­ann frá.

Blikar fengu síðan auka­spyrnu rúma 20 metra frá marki þegar Hösk­uld­ur var felld­ur í upp­bót­ar­tím­an­um. Fyr­irliðinn skaut sjálf­ur að marki en Nar­di varði ör­ugg­lega og þar með var sig­ur Belganna í höfn.

Blikarn­ir gátu hins veg­ar gengið stolt­ir af velli eft­ir að hafa staðið vel í sterku liði frá fyrstu mín­útu til síðustu á Laug­ar­dals­vell­in­um. Úrslit­in þýða að mögu­leik­ar Blika á að ná öðru sæt­inu í riðlin­um eru end­an­lega úr sög­unni.

Þeir eiga hins veg­ar enn eft­ir tvo leiki, heima­leik gegn Macca­bi Tel Aviv og úti­leik gegn Zor­ya Luhansk, 30. nóv­em­ber og 14. des­em­ber.

Breiðablik 2:3 Gent opna loka
skorar Jason Daði Svanþórsson (16. mín.)
skorar Jason Daði Svanþórsson (18. mín.)
Mörk
skorar Gift Orban (6. mín.)
skorar úr víti Gift Orban (54. mín.)
skorar Gift Orban (69. mín.)
fær gult spjald Andri Rafn Yeoman (52. mín.)
fær gult spjald Gísli Eyjólfsson (61. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Núrio Fortuna (60. mín.)
fær gult spjald Archie Brown (68. mín.)
fær gult spjald Julien De Sart (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Gent vinnur nauman sigur á Blikum, 3:2. Góð frammistaða Blikanna sem voru nálægt því að jafna metin undir lokin.
90 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Skaut á markið úr aukaspyrnunni en Nardi varði örugglega.
90
Brotið á Höskuldi rétt utan vítateigs! Blikar fá aukaspyrnu um 25 metra frá marki.
90 Julien De Sart (Gent) fær gult spjald
Fyrir tafir
90 Gent fær hornspyrnu
Eftir snögga sókn og skot Orbans í varnarmann.
90
Uppbótartíminn er 4 mínútur.
90 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Hörkuskot rétt innan vítateigs og Nardi þarf að kasta sér til að slá boltann frá! Þetta var nálægt!
89 Breiðablik fær hornspyrnu
89 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Skot frá vítateig í varnarmann og rétt framhjá stönginni vinstra megin.
88
Enn vantar Blika herslumuninn til að komast í gegn við vítateig Gent en þeir hafa sótt af talsverðum krafti undanfarnar mínútur.
86
Blikarnir eru algjörlega inni í leiknum ennþá og eiga margar sóknir en vantar herslumuninn til að skapa sér fleiri færi.
81 Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) kemur inn á
81 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
81 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) kemur inn á
81 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fer af velli
81 Jordan Torunarigha (Gent) kemur inn á
81 Pieter Gerkens (Gent) fer af velli
80 Breiðablik fær hornspyrnu
Gent skallar frá eftir hornið og Blikar fá innkast við hornfánann.
80 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Hörkuskalli Kristins frá vinstri á stöngina nær og Nardi þarf að hafa vel fyrir því að verja í horn.
78
Þetta er kveðjuleikur Klæmints sem kveður Blika eftir leik en lánssamningur hans frá NSÍ Runavík í Færeyjum er að renna út.
78 Klæmint Olsen (Breiðablik) kemur inn á
78 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
76
Jason Daði í færi á markteig eftir fyrirgjöf Davíðs frá vinstri en flaggið fer á loft. Rangstaða.
76
Zorya hefur náð að skora gegn Maccabi Tel Aviv en er undir á heimavelli sínum í Póllandi, 1:3.
75 Tarik Tissoudali (Gent) á skot framhjá
Leikur inn í vítateiginn vinstra megin en skotið er misheppnað og boltinn fer framhjá hægra megin Hættulítið.
73
Um 20 mínútur eftir. Hafa Blikarnir kraft til að jafna metin á ný? Góð frammistaða hjá þeim en hvernig verður lokakaflinn?
69 MARK! Gift Orban (Gent) skorar
2:3 - Tissoudali kemst einn gegn Antoni Ara eftir sendingu frá Gerkens, leggur boltann til hliðar og Orban skorar auðveldlega. Þrenna hjá Nígeríumanninum.
68 Tarik Tissoudali (Gent) kemur inn á
68 Hugo Cuypers (Gent) fer af velli
68 Hong Kyun-Seok (Gent) kemur inn á
68 Malick Fofana (Gent) fer af velli
68 Archie Brown (Gent) fær gult spjald
Braut á Jasoni Daða úti við hliðarlínu eftir talsverðan barning þar um boltann.
65
Stutt útfærsla Blika á horninu og þeir sækja áfram eftir það en sóknin rennur að lokum út í sandinn.
64 Breiðablik fær hornspyrnu
Eftir hraða sókn og fyrirgjöf Jasons frá vinstri.
63
Gent náði ekki að ógna eftir hornspyrnuna og Blikar unnu að lokum innkast.
63 Gent fær hornspyrnu
Skotið í varnarvegginn úr aukaspyrnunni, og þaðan aftur fyrir
61 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fær gult spjald
Reif niður Malick Fofana sem brunaði í átt að vítateig Breiðabliks. Tók þetta spjald á sig. Aukaspyrna af 25 m færi.
61
Rangstaða á Blika upp úr aukaspyrnunni en Höskuldur skallaði framhjá markinu.
60 Núrio Fortuna (Gent) fær gult spjald
Fyrir brot á Jasoni Daða á hægri kantinum. Aukaspyrna á fínum stað fyrir Blika.
59
Blikar komust í hraða sókn eftir horn Belganna en hún var að lokum stöðvuð við vítateig Gent.
58 Gent fær hornspyrnu
Höskuldur kemur boltanum í horn eftir hættulega fyrirgjöf frá hægri
57
Þetta er galopinn leikur og fróðlegt að sjá hvernig hann þróast eftir þetta jöfnunarmark Gent.
54 MARK! Gift Orban (Gent) skorar úr víti
2:2 - öruggt víti hjá Nígeríumanninum. Sendir Anton til vinstri og skýtur hægra megin.
52 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot
52 Gent fær víti
Dómarinn bendir umsvifalaust á vítapunktinn eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnunni! Andri Rafn virðist hafa haldið leikmanni Gent.
51 Archie Brown (Gent) kemur inn á
51 Brian Agbor (Gent) fer af velli
51
Gent fær aukaspyrnu á hættulegum stað vinstra megin eftir að Höskuldur braut á Fofana.
49
Hættuleg fyrirgjöf Viktors Karls frá hægri og engu munar að Davíð Ingvarsson komist í hann í markteignum!
47
Meiðsli hjá leikmanni Gent og leikurinn er stöðvaður um stund. Brian Agbor haltrar af velli.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Blikar byrja og leika í átt að Laugardalshöllinni. Halda þeir þetta út og vinna frækinn sigur?
46 Julien De Sart (Gent) kemur inn á
46 Sven Kums (Gent) fer af velli
45 Hálfleikur
Blikar fara í leikhléið með forystu, 2:1. Frábær frammistaða þeirra í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir strax á 6. mínútu. Gísli Eyjólfsson hefur verið besti maður Blikanna, verið geysilega kraftmikill á miðjunni, og bæði mörkin komu eftir skot hans að marki Gent sem Jason Daði Svanþórsson fylgdi á eftir. Blikar stóðu síðan af sér þunga pressu Belganna síðustu 10 mínútur hálfleiksins.
45
Maccabi Tel Aviv er komið í 3:0 gegn Zorya í Póllandi.
45
2 mínútum bætt við.
45 Malick Fofana (Gent) á skot framhjá
Kemst inn í vítateiginn vinstra megin en skotið er meinlaust og vel framhjá stönginni nær.
44
Enn sækir Gent en eftir fyrirgjöf frá hægri gómar Anton Ari boltann örugglega. Blikar halda sínu.
41
Komast Blikar með forystu inn í leikhléið? Það yrði sterkt fyrir þá.
39 Gift Orban (Gent) á skot yfir
Tekur boltann viðstöðulaust á lofti eftir fyrirgjöf frá hægri og á hörkuskot rétt yfir þverslána af 10 metra færi.
38 Omri Gandelman (Gent) á skot í þverslá
Hættulegt! Boltinn fellur fyrir Gandelman og hann skýtur frá vítateig í þverslána og yfir.
38
Hröð sókn Blika og sending Davíðs frá vinstri inn í vítateiginn, en aðeins of innarlega og Nardi markvörður gómar boltann örugglega við vítapunktinn.
37 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Fær sendingu frá Davíð Ingvarssyni vinstra megin, kemst skemmtilega framhjá varnarmanni og nær skoti í vítateignum en framhjá stönginni nær.
36
Að lokum er dæmd aukaspyrna á Gent og Blikar ná að losa pressuna af sér í bili.
35
Þung sókn Gent þessar mínúturnar. Belgarnir ætla sér að jafna sem fyrst en Blikarnir verjast vel í og við vítateiginn.
34
Atgangur á markteig Blika eftir hornið en þeir koma boltanum í burtu. Gent sækir áfram.
34 Gent fær hornspyrnu
32
Jason Daði afgreiðir boltann í netið í þriðja sinn, eftir sendingu Davíðs Ingvarssonar, en búið var að flagga rangstöðu á Davíð. Jason fær tiltal frá dómaranum!
31
Maccabi Tel Aviv er komið í 2:0 gegn Zorya í Póllandi.
26 Omri Gandelman (Gent) á skot sem er varið
Laust skot utan vítateigs sem Anton er ekki í neinum vandræðum með að verja.
26
Í hinum leik riðilsins er Maccabi Tel Aviv komið yfir gegn Zorya Luhansk í Póllandi, 1:0.
23
Hvernig bregðast Belgarnir við þessu mótlæti? Að fá á sig tvö mörk á jafnmörgum mínútum hérna á Laugardalsvellinum er mikið kjaftshögg.
22 Gent fær hornspyrnu
21
Þetta er ótrúlegur viðsnúningur hjá Blikum sem voru undir, 0:1, fyrir örfáum mínútum! Vel gert, og Jason er nú kominn með fimm mörk í Evrópuleikjum á þessu tímabili.
19 Breiðablik (Breiðablik) VAR
Og aftur eru VAR-dómararnir óratíma að skoða markið. En þetta var fyllilega löglegt eins og það fyrra!
18 MARK! Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) skorar
2:1 - Þetta er lyginni líkast! Blikar geysast strax í sókn og aftur er það Gísli sem á fast skot rétt utan vítateigs. Nardi ver en heldur ekki boltanum og Jason er mættur eins og gammur og sendir boltann í tómt markið!
17 Breiðablik (Breiðablik) VAR
Þetta var löng skoðun í VAR en markið reynist í alla staði löglegt!
16 MARK! Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) skorar
1:1 - Gísli með skot eftir góða sókn Blika, það er varið en Jason fylgir á eftir og skorar af stuttu færi!
15 Matisse Samoise (Gent) á skot yfir
Hættuleg sókn Gent, Blikar komast fyrir skot á vítateigslínunni og síðan reynir hægri bakvörðurinn skot frá vítateignum hægra megin
14 Gent fær hornspyrnu
Blikar ná að skalla frá eftir hornið en sókn Gent heldur áfram.
13
Ágætis sóknarlotur hjá Blikum sem tvívegis vantar herslumuninn eftir sendingar inn í vítateiginn, sína frá hvorum kantinum.
11
Klaufaskapur. Höskuldur veiddur í rangstöðugildru eftir stutta hornspyrnu.
10 Breiðablik fær hornspyrnu
Fín sókn og Jason er stöðvaður hægra megin í vítateignum og boltanum komið í horn.
8
Blikar eru strax komnir með bakið upp við vegg. Það er ekki gott að fá á sig mark á 6. mínútu og nú þurfa þeir að sýna góðan leik til að komast inn í þetta aftur.
6 MARK! Gift Orban (Gent) skorar
0:1 - Þetta var einfalt og ódýrt. Pieter Gerkens sendi boltann inn í vítateiginn, aðeins til hægri, þar sem Orban skallaði hann auðveldlega aftur fyrir sig og yfir Anton í markinu!
5
Lið Gent er að komast smám saman inn í leikinn en fyrstu sóknir liðsins hafa endað með of löngum sendingum fram og boltinn hafnað hjá Antoni markverði.
3
Blikar eru að vanda óhræddir við að pressa mótherja sína framarlega og það gengur ágætlega enn sem komið er. Leikurinn hefur farið fram á vallarhelmingi Gent hingað til.
1
Blikar leika í sínum hefðbundnu grænu treyjum og hvítu buxum og sokkum. Leikmenn Gent eru annað hvort skærgrænir eða skærgulir. Menn greinir á um hvor liturinn þetta er.
1 Leikur hafinn
Belgarnir byrja með boltann og leika í átt að Laugardalshöllinni.
0
Liðin eru komin inn á Laugardalsvöllinn, undir hefðbundnum seremóníum keppninnar. Sálmur Sambandsdeildarinnar leikinn, risastóru merki keppninnar er haldið uppi yfir miðjuhringnum af 15 mönnum, og borðar með nafni keppninnar og merkjum liðanna eru á vellinum. Vonandi á þetta eftir að sjást oft á Laugardalsvellinum á næstu árum.
0
Þrjú af fjórum liðum B-riðils geta ekki spilað á sínum heimavelli um þessar mundir. Zorya Luhansk getur ekki spilað í Úkraínu vegna stríðsástandsins þar og síðasta heimaleik Maccabi Tel Aviv í Ísrael var frestað af sömu sökum. Blikar þurfa síðan að spila á Laugardalsvelli í stað Kópavogsvallar sem er ekki löglegur á þessu stigi keppninnar.
0
Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað 6 af þeim 25 mörkum sem Blikar hafa skorað í Evrópuleikjunum 14 á þessu tímabili. Viktor Karl Einarsson, Jason Daði Svanþórsson og Klæmint Olsen hafa skorað þrjú mörk hver, Ágúst Eðvald Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Gísli Eyjólfsson tvö mörk hver og þeir Damir Muminovic, Kristinn Steindórsson og Anton Logi Lúðvíksson eitt mark hver. Eitt markanna var síðan sjálfsmark mótherja.
0
Þetta er fjórtándi leikur Breiðabliks í Evrópukeppni á þessu tímabili en áður hafði íslenskt karlalið mest leikið tíu Evrópuleiki á sama tímabilinu. Leikirnir verða sextán talsins áður en yfir lýkur. Blikar hafa unnið sjö leiki af þrettán til þessa en tapað hinum sex.
0
Gent er með leikmenn frá sjö löndum í byrjunarliði sínu. Nardi markvörður er Frakki, Watanabe er frá Japan, Gandelman frá Ísrael, Orban frá Nígeríu, Agbon frá Kamerún og Fortuna er frá Angólu. Hinir fimm í byrjunarliðinu eru Belgar en síðan eru leikmenn frá Marokkó, Englandi, Suður-Kóreu og Senegal á varamannabekknum.
0
Hugo Cuypers og Tarik Tissoudali eru markahæstu leikmenn Gent í belgísku A-deildinni á þessu tímabili með fjögur mörk hvor. Cuypers skoraði tvö mörk og Tissoudali eitt í fyrri leiknum gegn Breiðabliki á dögunum.
0
Gent er í þriðja sæti belgísku A-deildarinnar með 26 stig eftir 13 leiki og er fimm stigum á eftir toppliði Royale Union en stigi á eftir Anderlecht sem er í öðru sæti. Gent vann Charleroi 3:1 á útivelli í síðustu umferð á sunnudaginn og þar áður Standard Liege á heimavelli, 3:1. Á milli þessara leikja var enn einn 3:1 sigurinn, en það var gegn Patro Eisden, liði Stefáns Inga Sigurðarsonar, í bikarkeppninni. Gent hefur aðeins tapað tvisvar í 23 leikjum í öllum mótum frá því um miðjan ágúst. Útileik gegn Pogon frá Póllandi í Sambandsdeildinni í ágúst og útileik gegn Cercle Brugge í belgísku deildinni 22. október.
0
Leikmenn Gent eru fljótari út á völlinn að hita upp en Blikarnir. Nú er eftir að sjá hvernig völlurinn verður. Hitapylsan var tekin af honum snemma í dag að beiðni fulltrúa UEFA sem þurftu að athafna sig vegna VAR-myndbandadómgæslunnar. Spurning hvort það þýði ekki að völlurinn verði fyrr harður vegna kuldans?
0
Hein Vanhaezebrouck þjálfari Gent gerir fjórar breytingar frá fyrri leik liðanna í Belgíu. Inn í liðið koma markvörðurinn Paul Nardi, bakvörðurinn Núrio Fortuna, miðjumaðurinn Pieter Gerkens og framherjinn Gift Orban. Sá síðastnefndi kom inn á sem varamaður og skoraði fimmta mark Gent í þeim leik.
0
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum í Belgíu. Andri Rafn Yeoman og Kristinn Steindórsson koma inn í liðið en Oliver Sigurjónsson og Klæmint Olsen fara á bekkinn.
0
Fyrri leik liðanna í Gent fyrir tveimur vikum lauk með öruggum 5:0 sigri heimamanna. Höskuldur Gunnlaugsson fékk tækifæri til að koma Blikum á blað undir lokin en Davy Roef markvörður Belganna varði frá honum vítaspyrnu.
0
Gent er á toppi riðilsins með 7 stig, Zorya Luhansk er með 4 stig, Maccabi Tel Aviv 3 en Breiðablik er á botninum án stiga. Zorya og Maccabi mætast á sama tíma í Lubin í Póllandi.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Gent í 4. umferð B-riðils Sambandsdeildar Evrópu.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Andri Rafn Yeoman (Klæmint Olsen 78). Miðja: Viktor Karl Einarsson (Alexander Helgi Sigurðarson 81), Anton Logi Lúðvíksson, Gísli Eyjólfsson. Sókn: Jason Daði Svanþórsson, Kristinn Steindórsson (Kristófer Ingi Kristinsson 81), Davíð Ingvarsson.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Oliver Sigurjónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Dagur Örn Fjeldsted, Eyþór Aron Wöhler, Atli Þór Gunnarsson, Klæmint Olsen, Ágúst Eðvald Hlynsson, Kristófer Ingi Kristinsson, Ásgeir Helgi Orrason, Oliver Stefánsson.

Gent: (4-4-2) Mark: Paul Nardi. Vörn: Matisse Samoise, Brian Agbor (Archie Brown 51), Tsuyoshi Watanabe, Núrio Fortuna. Miðja: Pieter Gerkens (Jordan Torunarigha 81), Sven Kums (Julien De Sart 46), Omri Gandelman, Malick Fofana (Hong Kyun-Seok 68). Sókn: Gift Orban, Hugo Cuypers (Tarik Tissoudali 68).
Varamenn: Louis Fortin (M), Davy Roef (M), Archie Brown, Ismael Kandouss, Hong Kyun-Seok, Tarik Tissoudali, Julien De Sart, Bram Lagae, Noah Fadiga, Jordan Torunarigha, Matias Fernandez-Pardo.

Skot: Breiðablik 7 (6) - Gent 9 (5)
Horn: Breiðablik 4 - Gent 6.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Laugardalsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1.211

Leikur hefst
9. nóv. 2023 20:00

Aðstæður:
3 stiga hiti, létt gola og bjart. Völlurinn tæpur og gæti orðið harður með lækkandi hitastigi.

Dómari: Julian Weinberger, Austurríki
Aðstoðardómarar: Andreas Heidenreich og Maximilian Kolbitsch, Austurríki

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss 0:2 Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss 0:2 Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert