Knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Aron Antonsson skrifaði í dag undir samning við Val sem gildir út tímabilið 2026.
Þorsteinn, sem er varnarmaður, kemur til Vals frá enska félaginu Fulham. Hann hefur undanfarið eitt og hálft tímabil leikið með uppeldisfélaginu Selfossi að láni frá Fulham, en er nú kominn á Hlíðarenda.
Hinn 19 ára gamli Þorsteinn hefur skorað tvö mörk í 27 leikjum með Selfossi í 1. deildinni og tvö mörk í 14 leikjum í 2. deildinni. Þá á hann 18 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.