Foreldrarnir aðstoðuðu við ákvörðunina

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Þau settu sig í samband við mig í gegnum vin minn þegar tímabilið kláraðist. Ég samþykkti að setjast niður með þeim mánudaginn eftir að tímabilinu lauk. Eftir það þróaðist þetta,“ sagði Englendingurinn Nik Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið.

Nik var tilkynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks fyrir tæpum mánuði eftir að hafa þjálfað kvennalið Þróttar úr Reykjavík frá sumrinu 2016.

Hlutlaust álit foreldra

„Ég settist niður með þeim og þau tjáðu mér að þau vildu ráða mig, tjáðu mér markmið og sýn sína. Svo fór ég heim og þurfti að hugsa málið. Ég var auðvitað enn samningsbundinn Þrótti og var mjög tvístígandi varðandi það hvað ég ætti að gera.

Ég settist niður með Þrótti og fór yfir ýmsa hluti með þeim og tók mér nokkra daga til viðbótar í að ákveða hvað ég vildi gera, hvað mér fannst að væri rétta ákvörðunin fyrir feril minn og út frá því sem ég hef gengið í gegnum.

Ég fór heim til Englands á laugardegi, sem var þá fjórum eða fimm dögum síðar, til foreldra minna og gat þá fengið hlutlaust álit. Þau hjálpuðu mér að átta mig á því að það að fara til Breiðabliks væri best fyrir mig,“ bætti hann við um aðdragandann að ráðningunni.

Eftir góð ár hjá Þrótti, þar sem Nik stýrði liðinu upp úr 1. deild og sá til þess að það kom sér í hóp bestu liða landsins, sagði hann ákvörðunina að róa á önnur mið vitanlega hafa verið erfiða.

Viðtalið við Nik má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert