Fyrsti A-landsleikur Kristians Nökkva

Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði Íslands.
Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði Íslands. Ljósmynd/KSÍ

Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Slóvakíu í J-riðli undankeppni EM 2024 á Tehelné pole-vellinum í Bratislava í Slóvakíu klukkan 19:45.

Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti byrjunarlið sitt fyrir stundu en hann gerir alls fjórar breytingar á byrjunariðinu frá 4:0-sigrinum gegn Liechtenstein hinn 17. október á Laugardalsvelli.

Þeir Kristian Nökkvi, sem er að leika sinn fyrsta A-landsleik og er samningsbundinn Ajax í Hollandi, Jóhann Berg Guðmundsson, Orri Steinn Óskarsson og Arnór Sigurðsson koma allir inn í liðið.

Hákon Arnar Haraldsson er meiddur, Alfreð Finnbogason og Jón Dagur Þorsteinsson fá sér sæti á bekknum og þá er Gylfi Þór Sigurðsson ekki í leikmannahópnum þar sem hann er meiddur.

Elías Rafn Ólafsson er áfram í markinu og þá er vörnin óbreytt frá síðasta leik.

Byrjunarlið Íslands (4-3-3):

Markvörður: Elías Rafn Ólafsson.

Varnarmenn: Alfons Sampsted, Sverrir Ingi Ingason, Guðlaugur Victor Pálsson, Kolbeinn Birgir Finnsson.

Miðjumenn: Willum Þór Willumsson, Arnór Ingvi Traustason, Kristian Nökkvi Hlynsson.

Sóknarmenn: Arnór Sigurðsson, Orri Steinn Óskarsson, Jóhann Berg Guðmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert