Gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum

Sandra Sigurðardóttir verður ekki með gegn Wales og Danmörku.
Sandra Sigurðardóttir verður ekki með gegn Wales og Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, gat ekki gefið kost á sér í komandi verkefni með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.

Þrjár breytingar voru gerðar á landsliðshópnum frá síðasta verkefni í lok október og þar á meðal koma tveir markverðir, Fanney Inga Birkisdóttir og Guðný Geirsdóttir, inn í leikmannahópinn í stað Söndru og Aldísar Guðlaugsdóttur.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari greindi frá því á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag að ástæðan fyrir þessum breytingum væri sú að Sandra hafi ekki gefið kost á sér af persónulegum ástæðum.

Aldís tekur þá ekki þátt í komandi verkefni, útileikjum gegn Wales og Danmörku í Þjóðadeild UEFA í byrjun desember, þar sem hún mun taka þátt í verkefni með U20-ára landsliði Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert