Sænska félagið má ræða við Arnar

Arnar Gunnlaugsson hefur náð mögnuðum árangri með Víking.
Arnar Gunnlaugsson hefur náð mögnuðum árangri með Víking. mbl.is/Óttar Geirsson

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping hefur sett sig í samband við Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík vegna áhuga á að ræða við Arnar Gunnlaugsson um þjálfarastöðu karlaliðs félagsins.

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, staðfesti tíðindin við Fótbolta.net í dag. 

„Þetta er á algjöru frumstigi, en þeir hafa haft samband og hafa greinilega áhuga,“ sagði Kári við netmiðilinn.

Arnar á tvö ár eftir af samningi sínum við Víkinga og þyrfti sænska félagið því að greiða íslenska félaginu til að fá að semja við þjálfarann.

Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru allir samningsbundnir Norrköping. Ari Freyr Skúlason lagði skóna á hilluna eftir tímabilið sem var að líða og snýr sér að þjálfun innan félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert