Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhansson er genginn til liðs við 1. deildarlið Aftureldingar.
Fyrr í mánuðinum nýtti Aron, sem er 29 ára gamall, sér riftunarákvæði í samningi sínum við úrvalsdeildarlið Fram en hann skoraði sex mörk í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Áður lék Aron með Haukum og Grindavík en eins og kom fram við undirskrift kveðst hann spenntur fyrir komandi tímum í Mosfellsbænum.
Aron í Aftureldingu ✍️
— Afturelding (@umfafturelding) November 19, 2023
Miðjumaðurinn öflugi @AronJP22 hefur skrifað undir tveggja ára samningu við Aftureldingu. Aron kemur til Aftureldingar frá Fram þar sem hann skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Aron hefur einnig leikið með Grindavík og Haukum á ferli sínum pic.twitter.com/PpMz8nJyps