Fór frá KR vegna æfingatímans

Kristinn Jónsson í leik með KR á síðasta tímabili.
Kristinn Jónsson í leik með KR á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristinn Jónsson tilkynnti það á dögunum að hann hef­ur yf­ir­gefið her­búðir KR eft­ir sex ár hjá fé­lag­inu. Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR sagði það vera því æfingatími liðsins hentaði honum ekki.

Gregg Ryder ræddi við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football m.a. um þá Kennie Chopart og Kristins Jónsson sem yfirgáfu KR eftir tímabilið.

Ryder sagði að Chopart vildi nýja áskorun og var búinn að ákveða að fara áður en Ryder tók við en að Kristinn hafi farið því æfingartími KR hentaði honum ekki. Ryder vildi halda honum en KR æfir í hádeginu og 33 ára gamli Kristinn er í góðri vinnu.

 Kristinn hef­ur alls leikið 268 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim 18 mörk en í lokaum­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í haust lék hann sinn 300. deilda­leik á ferl­in­um, heima og er­lend­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka