Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U20-ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið 18-manna hóp sem mætir Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2024 í aldursflokknum.
Leikurinn fer fram þann 4. desember næstkomandi í Salou á Spáni.
Tryggir sigurliðið sér sæti á heimsmeistaramóti U20 ára liða sem fer fram í Kólumbíu í ágúst og september á næsta ári.
Ísland og Austurríki enduðu bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í átta liða úrslitum Evrópukeppni U19 ára landsliða í sumar og þar sem fimm bestu lið Evrópu í þeim aldursflokki komast á HM U20 ára þurfa þjóðirnar að mætast í þessum umspilsleik.
Í leikmannahópnum er að finna fjölda leikmanna sem búa þrátt fyrir ungan aldur yfir mikilli reynslu í efstu deild hér á landi.
Markverðir:
Aldís Guðlaugsdóttir - FH
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir - Víkingur R.
Aðrir leikmenn:
Birna Kristín Björnsdóttir - Breiðablik
Írena Héðinsdóttir Gonzalez - Breiðablik
Mikaela Nótt Pétursdóttir - Breiðablik
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - Breiðablik
Elísa Lana Sigurjónsdóttir - FH
Emelía Óskarsdóttir - Kristianstad
Eyrún Embla Hjartardóttir - Stjarnan
Snædís María Jörundsdóttir - Stjarnan
Ísabella Sara Tryggvadóttir - Valur
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir - Valur
Bergdís Sveinsdóttir - Víkingur R.
Sigdís Eva Bárðardóttir - Víkingur R.
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir - Þór/KA
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - Þór/KA
Freyja Karín Þorvarðardóttir - Þróttur R.
Katla Tryggvadóttir - Þróttur R.