Ísrael, Wales eða Pólland mótherjinn

Íslenska landsliðið fer í umspilið og á fimmtudag kemur mótherjinn …
Íslenska landsliðið fer í umspilið og á fimmtudag kemur mótherjinn í ljós. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland verður í hópi þeirra tólf liða sem taka þátt í umspili í mars þar sem barist verður um síðustu þrjú sætin í lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu, sem fer fram í Þýskalandi næsta sumar.

Þetta komst endanlega á hreint í gærkvöld þegar Tékkar tryggðu sér keppnisrétt á EM með því að sigra Moldóvu á heimavelli, 3:0, í lokaumferð E-riðils keppninnar.

Dregið á fimmtudaginn

Ísland fer annaðhvort í A- eða B-riðil umspilsins en dregið verður á fimmtudaginn um hvort Finnland, Úkraína eða Ísland færist upp í A-riðil umspilsins.

Tuttugu lið fara beint á EM, tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar, og Þýskaland er 21. liðið sem gestgjafi. Að lokum bætast síðan við sigurliðin úr umspilsriðlunum þremur.

Þrír möguleikar

Þrír möguleikar eru fyrir hendi með mótherja Íslands í undanúrslitum umspilsins.

Ef Ísland dregst í A-riðilinn og Króatía vinnur sér EM-sæti í kvöld verður Wales andstæðingurinn á útivelli. Sigurliðið myndi mæta Póllandi eða Eistlandi í úrslitaleik.

Ef Ísland dregst í A-riðilinn og Wales vinnur sér EM-sæti í kvöld verður Pólland andstæðingurinn á útivelli. Sigurliðið myndi mæta Króatíu eða Eistlandi í úrslitaleik.

Ef Ísland dregst í B-riðilinn verður Ísrael andstæðingurinn á útivelli. Sigurvegarinn myndi mæta Bosníu eða Finnlandi í úrslitaleik.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert