Skórnir á hilluna hjá fyrirliða Keflavíkur

Magnús Þór Magnússon hefur lagt skóna á hilluna.
Magnús Þór Magnússon hefur lagt skóna á hilluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Magnús Þór Magnússon hefur lagt skóna á hilluna, en hann hefur verið fyrirliði Keflavíkur undanfarin ár.

Varnarmaðurinn staðfesti tíðindin við Fótbolta.net í dag. Hann er uppalinn hjá Keflavík og hefur leikið yfir 200 leiki með liðinu í deild og bikar.

Lék hann allan ferilinn með Keflavík, að undanskildum fimm tímabilum hjá Njarðvík frá 2014 til 2018.

Magnús lék 20 leiki með Keflavík í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tvö mörk. Gat hann ekki komið í veg fyrir fall liðsins niður í 1. deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert