Ísland yrði í neðsta flokki á EM

Íslenska landsliðið verður í pottinum þegar dregið verður fyrir EM …
Íslenska landsliðið verður í pottinum þegar dregið verður fyrir EM 2024. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í dag hvernig styrkleikaflokkarnir yrðu skipaðir þegar dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppni Evrópumóts karla 2024 annan laugardag, 2. desember.

Ísland verður í pottinum sem ein þeirra tólf þjóða sem leika í umspili í mars um þrjú síðustu sætin á EM. Liðin þrjú sem vinna umspilsriðlana verða öll í fjórða og neðsta styrkleikaflokki í drættinum 2. desember.

Styrkleikaflokkarnir eru þannig skipaðir:

Flokkur 1:
Þýskaland
Portúgal
Frakkland
Spánn
Belgía
England

Flokkur 2:
Ungverjaland
Tyrkland
Rúmenía
Danmörk
Albanía
Austurríki

Flokkur 3:
Holland
Skotland
Króatía
Slóvenía
Slóvakía
Tékkland

Flokkur 4:
Ítalía
Serbía
Sviss
Sigurvegari í A-umspili
Sigurvegari í B-umspili
Sigurvegari í C-umspili

Ísland gæti sem sagt ekki mætt annarri þjóð úr umspilinu og ekki heldur Ítalíu, Serbíu eða Sviss.

Á morgun, fimmtudag, verður dregið í umspilinu og þá kemur í ljós hvort Ísland verður í A- eða B-umspili, og hvort liðið mætir þá Wales eða Ísrael þann 21. mars þegar undanúrslit umspilsins fara fram. Þá verður einnig dregið um hverjir fá heimaleiki í úrslitaleikjum umspilsins en sem kunnugt er yrði Ísland að spila slíkan heimaleik erlendis vegna vallarskilyrða.

Í A-umspilinu verða Pólland, Wales, Eistland og svo Ísland, Finnland eða Úkraína.

Í B-umspilinu verða Ísrael og Bosnía og svo tvö af þremur, Ísland, Finnland eða Úkraína.

Í C-umspilinu verða Georgía, Grikkland, Kasakstan og Lúxemborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert