Samdi til þriggja ára í Kaplakrika

Kjartan Kári Halldórsson í leik með FH í haust.
Kjartan Kári Halldórsson í leik með FH í haust. mbl.is/Óttar Geirsson

FH-ingar hafa gengið frá kaupum á knattspyrnumanninum Kjartani Kára Halldórssyni frá Haugesund í Noregi en hann var á láni hjá þeim allt síðasta tímabil.

Hann hefur samið við FH til þriggja ára.

Kjartan er tvítugur kantmaður sem lék allan sinn feril með Gróttu þar til hann samdi við Haugesund fyrir ári síðan.

Hann spilaði 21 leik með FH í Bestu deildinni í ár og skoraði eitt mark en missti af síðustu umferðunum vegna meiðsla. Áður lék Kjartan sex leiki með Gróttu í efstu deild árið 2020, þá aðeins 17 ára gamall, en hann skoraði 17 mörk fyrir Seltjarnarnesliðið í 19 leikjum í 1. deildinni árið 2022 og átta mörk í 19 leikjum árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert