Verður áfram í Garðabænum

Hulda Hrund Arnarsdóttir verður í herbúðum Stjörnunnar næstu tvö ár.
Hulda Hrund Arnarsdóttir verður í herbúðum Stjörnunnar næstu tvö ár. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnukonan Hulda Hrund Arnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár.

Hulda, sem er 26 ára og uppalin hjá Fylki, kom til Stjörnunnar fyrir leiktíðina og skoraði þrjú mörk í ellefu leikjum seinni hluta síðasta tímabils.

Þar á undan lék hún með Thy Thisted Q í Danmörku, en hún hefur alls leikið 102 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim tíu mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert