Alkominn í FH frá Víkingi

Arnór Borg Guðjohnsen í baráttu við Birki Heimisson í leik …
Arnór Borg Guðjohnsen í baráttu við Birki Heimisson í leik FH og Vals í sumar. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen er kominn alfarið í raðir FH-inga sem tilkynntu það á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Arnór kom til FH í láni frá Víkingi síðsumars en náði aðeins að spila fimm leiki með liðinu í Bestu deildinni og missti af síðustu sex umferðunum vegna meiðsla.

Hann er 23 ára gamall kantmaður og ólst upp hjá Breiðabliki en fór 16 ára til Swansea í Wales og lék með unglinga- og varaliði félagsins. Hann kom til Fylkis árið 2020 og fór þaðan í Víking fyrir tímabilið 2022.

Arnór á að baki 57 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert