Frá Keflavík til Fylkis

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er kominn til Fylkis.
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er kominn til Fylkis. Ljósmynd/Fylkir

Knattspyrnumaðurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur gert tveggja ára samning við Fylki. Hann kemur til Árbæjarfélagsins frá Keflavík.

Gunnlaugur lék 22 leiki með Keflavík á síðustu leiktíð og var í þrjú ár hjá Kórdrengjum þar á undan. Hann hefur einnig leikið með Haukum og Víkingi úr Reykjavík.

Hinn 29 ára gamli Gunnlaugur hefur leikið 48 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim eitt mark. Þá hefur hann skorað fimm mörk í 141 leik í 1. deild.

Keflavík féll úr efstu deild á síðustu leiktíð en Fylkir, sem var nýliði, hélt sér uppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert