Semur við fjórða félagið á Íslandi

Rafael Victor fagnar marki gegn Þór á síðustu leiktíð.
Rafael Victor fagnar marki gegn Þór á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Rafael Victor hefur gert tveggja ára samning við Þór frá Akureyri. Victor er 27 ára framherji frá Portúgal.

Þór er fjórða íslenska félagið sem Victor semur við, en hann hefur einnig leikið með Þrótti úr Reykjavík, Hetti/Hugin og Njarðvík. Hann skoraði þrettán mörk í 1. deildinni með Njarðvík á síðustu leiktíð.

Hann hefur alls leikið 69 leiki í 1. og 2. deild hér á landi og skorað í þeim 43 mörk. Þór hafnaði í sjöunda sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

Sigurður Höskuldsson tók við liðinu á dögunum af Þorláki Árnasyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert